Útikettir sem hvorki borða né bíta

Þessir útikettir eru bestu kisurnar sem ég hef eignast, ef hægt er að segja að manneskjur eignist ketti, ekki öfugt.  Þeir borða ekki og því þarf ég ekki að kaupa innfluttan kattamat og eyða þar með af dýrmætum gjaldeyrisforða þjóðarinnar.  Þeir klóra hvorki börn né húsgögn.  Þeir vekja mig ekki um miðja nótt til að fá að fara út eða inn.  Þeir horfa ekki á mig ásakandi þegar ég tek fram ferðatöskuna.  Þeir stelast ekki til að liggja á koddanum mínum.  Þeir reka ekki gestina mína úr uppáhalds stólnum með augnaráðinu einu saman.  Þeir þurfa ekki pössun. Þeir færa mér hvorki mýs né fugla.  Þeir elta mig ekki í vinnuna.

Sumir eru einfaldlega þannig gerðir að þeim er alveg sama um mannfólkið og finnst ekkert verra að vera læstir úti. 

22.okt.2008 03922.okt.2008 041 

 

 

 

 


    

22.okt.2008 04022.okt.2008 042                    

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AUMINGJA ÞÚ!!!

Tóti (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Já, greyin. Það er hins vegar ekkert gott að klappa þeim.

Hjördís Þráinsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Rétt hjá þér RokkSokkur, þess vegna á ég einmitt tvo aðra ketti; símjúka og síétandi sem gott er að klappa.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.10.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mínar kisur fengu aldrei neitt að borða, meðan slík dýr gistu mitt heimili. Hins vegar fengu þær nóg að éta. Og ólíkt þykir mér símjúka og síétandi afbrigðið skemmtilegra en hitt, tilfinninglaust og kalt!

Sigurður Hreiðar, 22.10.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti.  Hahaha,

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 16:16

6 identicon

Kaldir kettir sem þú átt. Og þú sparar pening á því að gefa þeim ekkert að eta. En ég vildi ekki hafa þessa , þína í bælinu mínu á nóttunni .

Viggó og Gunnarsmamma (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband