Málflutningur Gunnars Páls var ekki trúverðugur: Burt með spillingarliðið!

Nú rétt í þessu lauk viðtali Sigmars í Kastljósi við Gunnar Pál Pálsson formann VR.  Það er skemmst frá því að segja að málflutningur Gunnars var vafasamur og fullur af þversögnum svo ekki sé meira sagt.  Í þessu viðtali var hann að reyna að réttlæta það að persónulegum ábyrgðum var létt af lánum starfsmanna Kaupþings til hlutafjárkaupa. 

Í fyrsta lagi langar mig að vita hvernig í ósköpunum stendur á því að starfsmenn fá að taka lán til kaupa á hlutabréfum í vinnustað sínum upp á svimandi upphæðir.  Lán með veðum í bréfunum sjálfum auk (víkjandi) persónulegra ábyrgða.  Í hvernig greiðslumat fóru þessir starfsmenn?

Gunnar Páll sagði okkur í öðru orðinu að þeir hefðu leyst stafsmenn undan ábyrgðum af því að bankinn hefði staðið vel í september, en ákvörðunin var samt tekin af því að hann stóð illa.....

Gunnar Páll sagði okkur líka að hann hefði ekki vitað um hversu háar fjárhæðir er að ræða.  Það finnst mér með ólíkindum.  Er þetta það sem við köllum hæfa stjórnarmenn? er það svona hæfni sem hefur verið tekin fram yfir hæfni kvenna?    Hvernig getur nokkur maður borið slíkt vanhæfi á borð fyrir okkur á sama tíma og hann óskar eftir því að endurheimta traust.

Gunnar Páll var loðinn í svörum um hvort þeir hefðu fengið lögfræðiálit, jú líklega var einhver sem sagði að þetta væri líklega í lagi.   

Gunnar Páll sem auðmjúkur lauk viðtalinu með þeim fleygu orðum að ef hann væri ábyrgur fyrir fjármálakreppu heimsins væri hann ábyrgur fyrir ákvörun sinni og félaga sinna í stjórn Kaupþings á ekki skilið að endurheimta traust frekar en aðrir sem klúðrað hafa málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sem komst upp með að sitja bæði í stjórn Live og Kaupþings hlítur að vona að hann komist upp með hvað sem er .

Félagar í VR áttu fyrir löngu að setja út á setu hans í þesum félögum.

Hann var að setja leikreglur fyrir live og Kaupþing og keppa á markaði með að lána peninga en gat ekki slept stjórnasetu í annari stjórnini því að græðgin var of mikil.

hansi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Það er rétt hann var heldur óstöðugur og vafasamur í framsetningu síns máls.  Mér fannst það ekki trúverðugt að vera að reyna sópa sökinni yfir á alþjóðavandann.  Það er alltaf að koma upp meiri og meiri skítur og er manni alveg hætt að lítast á þetta. Hvernig stendur á því að margir af þessum glæpamönnum hefur liðist að stofna félag um brask sitt?

Nú þarf bara að byrja uppá  nýtt með hreint borð.

Var að velta fyrir mér Matthildur eftirfarandi fullyrðingu hjá þér: "er það svona hæfni sem hefur verið tekin fram yfir hæfni kvenna?  "

Var ég að missa af einhverju?

Með virðingu og vinsemd.

Ragnar Borgþórs, 5.11.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Gleymdi einu, ég sem VR félagi vill svona menn burt úr stjórn sjóðsins hann veðjaði á rangann hest og tapaði og verður að axla afleiðingarnar.

kk

Ragnar Borgþórs, 5.11.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sæll Ragnar  Ég viðurkenni að ég hefði getað verð skýrari þarna. Þegar við konur höfum gagnrýnt hversu lágt hlutfall kvenna er í stjórnum stórfyrirtækja og fjármálafyrirtækja höfum við gjarnan fengið að heyra þau rök að þessir menn séu í stjórnum vegna hæfileika en ekki vegna kyns.  Ég leyfi mér að efast um hæfileika Páls sem stjórnarmanns miðað við hans framsögu í kvöld og ég hef þá trú að hann sé ekki sá eini sem hefur valist í stjórn fyrirtækis á öðrum forsemdum en hæfni.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.11.2008 kl. 22:06

5 identicon

Lög nr. 2/1995
Lög um hlutafélög
VIII. kafli. Eigin hlutir.
_ 55. gr. Hlutafélag má ekki gegn endurgjaldi eignast eigin
hluti
með kaupum eða fá þá að veði ef nafnverð samanlagðra
hluta, sem félagið og dótturfélög þess eiga í félaginu,
er meira en eða mun verða meira en 10% af hlutafénu. Með
skal telja hluti sem þriðji aðili hefur eignast í eigin nafni en
fyrir reikning félagsins.

_ Hluti getur félag aðeins eignast samkvæmt heimild hluthafafundar
til handa félagsstjórn. Heimildin verður aðeins
veitt tímabundið og ekki til lengri tíma en [fimm ára].1)
_ Í heimildinni skal greina [hámarksfjölda hluta]2) sem félagið
má eignast og lægstu og hæstu fjárhæð sem félagið má
reiða fram sem endurgjald fyrir hlutina.

_ Félagið getur aðeins eignast hluti svo framarlega sem eigið
fé þess fer fram úr þeirri fjárhæð sem óheimilt er að ráðstafa
til úthlutunar á arði. Þegar eigin hlutir hafa verið dregnir
frá eftir að félagið hefur eignast hluti má hlutaféð ekki nema
lægri fjárhæð en fjórum milljónum króna.
_ Aðeins má afla þeirra hluta sem eru að fullu greiddir.
_ Ákvæði 1.–5. mgr. gilda eftir því sem við á þegar dótturfélag
eignast eða tekur að veði hluti í móðurfélagi gegn
endurgjaldi.
1) L. 47/2008, 6. gr.

Það var vægast sagt ótrúlegt að horfa á þetta viðtal.  Góður lögmaður og sérfræðingur í hlutafélagarétti hefði kaffært hvert einasta orð sem kom út úr honum. 

Ég tel skýrt að skýra skuli 2.mgr. 55.gr. svo að hún gildi líka um veð í bréfum.  Þ.e.a.s. að samþykki hluthafafundar þurfi að koma til svo hægt sé að heimila slík veð á hlutum félagsins sem eru innan þessara 10%.  Og í 3.mgr. segir að tilgreina þurfi nákvæmlega fyrir hvaða upphæð heimilt er að veita slík veð.

Sem alls ekki var gert. 

Hannes (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæl Matthildur það er ljóst að Gunnar getur ekki verið lengur formaður V.R eða í Lífernissjóði VR þar sem hann hugsaði ekki um stöðu sjóðsins ef ástæða var til þess að léttaábyrgðum af æðstustjórnendum þá var tilefni til að selja hlutabréf lífernissjóðsins að mér fyrnst

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.11.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Katrín

Hlutabréf með veði í hlutabréfunum minnir á kvótalánin með veði í...kvótanum sem er þegar öllu er á botninn hvolft óveiddur fiskur

Katrín, 6.11.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Hvar eru fyrrverandi forstjórar Kaupþings, eiga þeir ekki að svara fyrir þetta ??? er ekki verið að hengja Bakara fyrir Smið ??? Hverjir eru í stjórn bankans ??? eru það sömu menn og voru í stjórn bankans ??? Hvað kemur upp á yfirborðið næst ???

Ég er bara alveg LOST 

Sigurveig Eysteins, 6.11.2008 kl. 03:12

9 identicon

Mjög sammála þessi maður hlýtur að láta sig hverfa. og svo er hvað á eftir að koma í ljós það streymdu peningar út úr landinu rétt áður en þeir skipta um kennitölu. Það þarf strax erlenda aðila til að rannsaka þessi mál

Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:05

10 identicon

Heyrði á Bylgjunni í morgun að Bjarni Ármannsson hefði verið að hlaupa maraþon í Hollandi.... undir norskum fána ????

Jónína (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Takk fyrir svarið, þetta er rétt hjá þér, var glaður að konur tækju við bönkunum en þá kom reiðarslagið, Glitnis Birna þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Sigurveig, það þarf að ná í þessa gaura og láta þá standa fyrir svörum þessa ábyrgðafullu menn en það hvítþvær ekki Gunnar.

Ragnar Borgþórs, 6.11.2008 kl. 09:43

12 Smámynd: Gló Magnaða

Gissur fréttamaður á Bylgjunni sagði í morgun að eftir viðtal við Gunnar Pál í gærkvöldi komst hann að því að sami lögfræðingur sem ráðlagði bankamönnum að afskrifa lánin er nú einn af rannsóknarmönnum á athæfinu.

Er þetta einhver hemja? 

Gló Magnaða, 6.11.2008 kl. 09:54

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sem VR félagi vil ég manninn burt og alla hans líka - nú verðum við að stokka upp og vera með hreint borð annars erum engu betri að bjóða svona gaurum skipsrúm og ekkert breitist

Jón Snæbjörnsson, 6.11.2008 kl. 17:02

14 identicon

Halló það er allt í lagi með þetta....það sagði hann í sjónvarpinu og vitið menn þeir kusu hann aftur vegna þess að hann var svo tryggur og traust  verðugur ...svona menn er nauðsynlegt að hafa í lykil stöðu er það ekki ....???? !!

Halllllllló hvað ætlum við að láta taka okkur lengi í ................?

Sorry en ég er úr sveitinni og er að reyna að skilja þetta.

Gréta Skúla (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:52

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér skilst að stjórni VR hafi traust á manninum, spurning um hversu hæf sú stjórn er þá yfir höfuð.  Ætti ekki að reka alla stjórnina þá ??? Spyr sú sem ekki veit.  En ég er sammála ykkur, þetta viðtal var með ólíkindum.  Og spurningin sem ekki kom var þessi; af hverju þurftu starfsmennirnir að selja þarna 25 sept.  fyrst bankinn stóð svona vel ?  Af hverju var bara um tvennt að velja, gefa eftir eða menn seldu ? og bankinn stóð svona rosalega vel. Þetta nær ekki neinni skynsemi því miður.  Og hvað er maðurinn aftur með í laun ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 15:11

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

frábært að nú fara allir að sópa heima hjá ´ser..Vr menn og konur gera hreint hjá sér..vonandi að þetta hreingerningaræði og krafa um að allt sé uppi á borðum breiðist bara út um allt land og inn í allar stofnanir, banka og hreyfingar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 11:39

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

afsakaðu..skil ekkert í hvað ég get talað hátt stundum!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 11:40

18 identicon

Matta mín kæra.

Þetta er hárrétt hjá þér og minnir mig á annan rugludall sem heitir Hannes og er Smárason. Það er ótrúlegt að þessir menn hafi einhverntímann verið teknir alvarlega. Nú er mál að linni og hreinsa allverulega til !

Gaui.þ (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:02

19 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ef maður er loðinn í svörum, er maður þá loðinn í munninum???

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 18:21

20 Smámynd: Álfhóll

Matthildur mín, takk fyrir síðast og til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Stígamóta árið 2008, þú ert vel að henni komin.

kv. Guðrún

Álfhóll, 22.11.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband