26.11.2008 | 00:42
Takk fyrir það
Stígamót veittu á dögunum sínar fyrstu jafnréttisviðurkenningar. Verðlaunin féllu í hlut fimm kvenna sem hver á sinn hátt hefur unnið að jafnrétti kynjanna. Má þar fyrst nefna Þorgerði Einarsdóttur sem heldur utan um kynjafræðina við Háskóla Íslands með einstaka færni og þekkingu á kynjafræði. Kolbrún Halldórsdóttir fær þessa viðurkenningu fyrir að vinna að málefnum Stígamóta á Alþingi enda hefur hún lagt fram mörg frumvörp sem tengjast kynferðisofbeldi. Katrín Annar Guðmundsdóttir fær viðurkenningu sem ötul og talskona femínistafélagsins sem óhædd hefur leitt umræðuna um jafnréttismál að mörkum hins leyfilega. Margrét Steinarsdóttir sem situr í framkvæmdahópi Stígamóta fær viðurkenningu fyrir ósérhlífin störf í þágu samtakana. Að lokum vil ég nefna að ég sjálf, Matthildur Helga og Jónudóttir, fékk viðurkenningu fyrir að vekja athygli á afkáraleika þröngra fegurðarímynda með uppákomunni Óbeislaðri Fegurð. þeim verðlaunum deili ég með öllum sem komu að Óbeislaðri Fegurð, keppendum, skipuleggendum, dómurum, gestum og styrktaraðilum.
Það er mér mikill heiður að taka á móti þessum verðlaunum. Þau sýna mér að þrátt fyrir mótbyr og stór orð í garð femínista, er til fólk sem skilur og metur að verðleikum þá hugsjónavinnu sem fer fram hjá grasrótinni. Það er einstaklega gefandi og gaman að berjast fyrir góðum málstað og hvet ég alla sem láta sig varða um mannlífið í kring um sig að láta vaða og taka þátt í að móta og þróa okkar samfélag. Þó það virðist vera erfitt að synda á móti straumnum, sem stundum getur verið ansi hraður, gleymist það fljótt þegar árangur næst. Hvort sem um er að ræða litla sigra eða stóra.
Athugasemdir
Innilega til hamingju.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 07:13
Til hamingju Matta! þú og þið eigið þetta svo sannarlega skilið. Þú varst líka frábær á málþinginu, frænka mín sem kom með mér er enn að hlægja að Ungfrú háreyðingarkrem brandaranum;)
Kveðja Harpa O Sólstafakona
ps. ég væri sko alveg til í að sjá ræðuna sem þú fluttir hér á síðunni þinni og það á ensku eins og þú hefur verið að flytja hana út um allan heim;) Hún er svo innilega sönn!
Harpa Oddbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 08:34
Til hamingju með þennan glæsilega áfanga Matta mín. Sá þig einmitt í sjónvarpinu um daginn og sagði við viðstadda hér á Akureyrir: Þarna er hún Matthildur Feministi, vinkona mín ;o) ...
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.11.2008 kl. 14:04
Til hamingju með þetta við ÖLL
kv Nikólína
Nikólína (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:10
Frábært hjá ykkur og innilega til hamingju.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:45
Matthildur og óbeislaða fólkið hennar er alltaf langflottast!!
Gló Magnaða, 27.11.2008 kl. 10:56
Til ham,-ham,-hamingju !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.11.2008 kl. 15:17
Hjartanlega til hamingju með verðskulduð verðlaun! Er í mínus yfir að hafa ekki druslast í bjóðið um daginn, en jæja, þú átt ábyggilega eftir að vera heiðruð oftar... ;)
Vilborg (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.