22.1.2009 | 15:25
Mótmælum án ofbeldis
Mótmælum ofbeldinu sem lítill hópur aðgerðarsinna hefur beitt. Því miður virðist öll athygli fjölmiðla beinast að einskonar stríði þessa litla hóps við lögregluna. Það er helvíti hart að þett mun að líkindum verða til þess að lögreglan fær öflugri vopn og sérsveitin verður stækkuð. Sem friðelskandi Íslendingur harma ég það, því ég hefði viljað trúa því að við þyrftum ekki á rafmagnsbyssum og táragasi að halda. Nýlega hefur verið stofnaður hópur friðsamra mótmælenda. Sýnum lit og mætum appelsínugul á mótmæli. Við erum appelsínugul, við erum friðsöm, við viljum breytingar
Ég styð mótmæli og skil vel að fólki sé nóg boðið. Ég styð þá kröfu að stjórnvöld fari að axla ábyrgð og að þeir sem komu okkur í þetta klúður fari að víkja og viðurkenna mistök sín. Ég styð kröfu um kosningar en viðurkenni þó fúslega að ég veit ekki hvað ég vildi kjósa ef kosið yrði strax. Mér hugnast ekki að kjósa þá sem bera ábyrgð á hruninu og eins og staðan er í dag vitum við ekki nákvæmlega hversu útbreidd spillingin var og er. Eitt veit ég að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd þegar jarðvegurinn var undirbúinn. Það þarf mikið að gerast til að ég treysti þeim flokkum aftur. Ég held að allir flokkar verið að taka til og losa sig við spillingaröflin. Ég hef ekki séð neinn flokk gefa það út að þeir ætli að taka til í eigin ranni. Ég er hugsi yfir útspili nýja Nýja Framsókanflokksins með Sigmund í fararbrodd, verður það þjóðinni til góðs að Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsókn taki á þessu ástandi?
Þið sem ekki eruð sátt við ástandið ættuð að taka þátt í mótmælum á friðsaman hátt. Látum ekki nokkra óróaseggi stela frá okkur réttinum til að sýna hug okkar.
Athugasemdir
Fór niður í bæ í gær. Varð fyrir miklum vonbrigðum
Þetta eru þetta einhverjir "háskólakrakkar" og mjðg lítið um alvöru fólkþ
Held að voða fáir þarna hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna kauða á húsnæði.
Get því miður ekki stutt svona lagað !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:44
Eftir að hafa fylgst mjög vel með þessum mótmælim get ég fullyrt að það eru ekki „aðgerðasinnar“ sem standa fyrir því ofbeldi sem sást í gær. - Þeirra aðferðir og reglur eru að blanda aldrei áfengisnotkun í aðgerðir og aldrei að beita fólk líkamlegu ofbeldi. Þeir gætu farið um bannaðan inngang skapað hávaða og truflað og sest niður, sungið og svo ekki hlýtt skipun um að fara, en þeir nota ekki ofbeldi í neinni þeirri merkingu að slasi fólk.
Þeir brjáluðustu í gær voru menn sem kunna miklu verr en aðgerðarsinnar að stjórna reiði sinni - reyndar er það hluti af því sem aðgerðasinnar kenna hver öðrum að stjórna reiðinni sem stundum ofbeldisfull framkoma lögreglu skapar.
Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 20:26
Mér er nokk sama hvað þetta fólk kallar sig mótmælin fóru úr böndunum í gær með þeim afleiðingum að fólk slasaðist. Það þjónar einungis þeim tilgangi að kalla á meira ofbeldi. Ég trúi því ekki að þú sért að mæla þessu bót Helgi
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.1.2009 kl. 20:48
Þú ert ársárgjörn við útúrsnúninga þína Matthildur. - Hvaða hluta innleggs míns skildir þú þanngi að ég „mæli þessu bót“. Skrítið að þú kennir þig við friðsamleg mótmæli, ásakar sjálf tilgreindan hóp sem kallar sig „aðgerðasinna“ en segir svo að þér nokk sama hvort ásakanir þínar hitti réttan hóp og snýrð svo útúr orðum mínum og lætur að því liggja að ég sé styðji ofbeldi. - Þú hlýtur að vera andleg systir Ástþórs Magnússonar - í það minnsta samskonar „friðarstillir“. - Áðan bar ég appelsínugulan borða um handlegg en ef fleiri „jafn trúir sannleikanum“ og þú fara fyrir þeirri hreyfingu mun ég henda honum og rækja mitt friðarstarf með mínum hætti.
ALVARLEGAST AF ÖLLU ER ÞEGAR ÞJÓNAR FÓLKSINS (lögreglan) GERAST ÞJÓNAR VALDSINS OG TRAPPA UPP OFBELDIÐ MEÐ FÁHEYRÐUM FANTASKAP STRAX FYRSTA KLUKKUTÍMAN ÞANN 20. JANÚAR OG BREYTTU FRIÐSÖMUM ALMENNINGSMÓTMÆLUM Í ALLT SEM EFTIR HEFUR FYLGT - BÁÐIR GETA TRAPPAÐ TIL BAKA EN ÞAÐ ER HART AÐ ÞAÐ SKULI ÞURFA VERA VALDALAUS ALMENNINGUR Í STAÐ ÞEIRRA SEM STJÓRNA LÖGREGLUNNI - GERÐIR HENNAR HEYRA ÞÓ UNDIR STJÓRN EINHVERS EN GERÐIR ALMENNINGS EKKI.
Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2009 kl. 21:18
Ég er töluvert hugsi yfir orðum Birgis um e-hverja háskólakrakka......eru það ekki akkúrat þessir krakkar sem koma til með að borga brúsann ? Því ættu þau einmitt að mótmæla !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:49
Sæll Helgi
það var eftirfarandi klausa í þínu innleggi sem fékk mig til að halda að þú værir að mæla þessu bót, ég hef greinilega misskilið þig.
"Þeir brjáluðustu í gær voru menn sem kunna miklu verr en aðgerðarsinnar að stjórna reiði sinni - reyndar er það hluti af því sem aðgerðasinnar kenna hver öðrum að stjórna reiðinni sem stundum ofbeldisfull framkoma lögreglu skapar"
Það er misjafn sauður í mörgu fé og eflaust er fólk misgott í því að halda ró sinni og skynsemi, bæði innan lögregunnar og aðgerðasinna.
Mér finnst þú vera að drepa umræðunni á dreif með því að uppnefna mig. það má vel vera að það hafi ekki verið aðgerðarsinnar (sem ég vissi raunar ekki að væri þaulskipulagður og agaður hópur) sem beittu ofbeldi og að þeir sem kalla sig aðgerðarsinna beiti aldrei ofbeldi, en ég hef ekki séð neitt frá þeim um það í fjölmiðlum.
Þér ætti líka að vera alveg óhætt að stunda friðsamleg mótmæli með appelsínugulan borða án þess að þú eigir á hættu vera bendlaður við mig, sem þér finnst greinilega full árásargjörn með skrifum mínum gegn ofbeldi. Ég er ekki í forsvari fyrir þau appelsínugulu en styð allar hugmyndir um friðsamlegt andóf og fordæmi ofbeldi.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.1.2009 kl. 01:12
Það sem fram fór í fremstu röð átakanna verður ekki rakið hálfu lögreglunnar eða annarra sem með þeim stóð í stappinu. Slíkt er eðli þeirra starfa. Mig grunar þó að þar hafi "aðgerðasinnar" verið að gera eitthvað allt annað en mótmæla hnignandi kjörum vinnandi fólks í landinu vegna bankahrunsins.
Flosi Kristjánsson, 23.1.2009 kl. 09:39
Tek undir með þér Matthildur. Þessi mótmæli eru fyrir löngu farin úr böndunum og ótrúlegt að skipuleggjendur mótmælanna hafi ekki séð sóma sinn í því fyrr að reyna að taka í taumana. Ótrúlegt að sjá fólk tala um "ofbeldi lögreglunnar"! Mér finnst í raun lögreglan hafa sýnt fáránlegt langlundargeð. Þeir áttu að handtaka miklu fleiri og bregðast mun fastar við. Í hvaða lýðræðisríki haldið þið að svona atlaga að þinghúsinu yrði liðin? ENGU! Og lögregla allra ríkja hefði sko ekki farið að bjóða snælduvitlausum mótmælendum upp á kakó eins og mér sýnist að sumir mótmælendur vilji allra helst. Ég get annars ekki rætt þetta án þess að minnast á fáheyrða framgöngu þingmanna VG t.d. Álfheiðar Ingadóttur, sem ítrekað hafa hvatt til átaka og tekið undir með ofbeldisfullum mótmælendum við allskonar lögbrot. Þurfa þeir nú ekki að fara að praktísera það sem þeir predika : axla ábyrgð og segja af sér? Eða.....?
Soffía (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:11
Matthildur, reiðistjórnun merkir að kunna að stjórna sér sjálfur en leyfa reiðinni ekki að taka völd, þ..e. að gera ekkert sem maður hefði ekki gert kúl og yfirvegaður.
T.d. þá er rík á hersla á það hjá anarkistum sem skilgreina sig sem „aðgerðarsinna“ að taka aldrei þátt í neinum aðgerðu eða mótmælum undir áhrifum lyfja eða áfengis neins slíks - og að láta reiðina heldur ekki hafa áhrif, ef menn finna að hún sé að ná tökum taka þeir sig ef hægt er til hliðar og útúr atganginum.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.1.2009 kl. 13:30
Aðgerðarsinnar áttu engann þátt í árás á lögreglu. Það hef ég fengið staðfest. Það hefur og lögreglan sjálf sagt.
Ofbeldi hefur hingað til ekki komið frá mótmælendum heldur æsingamönnumen, það réttlætir samt ekki ofbeldið. Aðgerðir óeirða lögreglu fóru algerlega úr böndunum þann 20. 01 og þa þarf að skoða það mál allt frá a til ö. Þar eru innan um mjög skemmd epli. Eins eru ýmsar skipanir sem þarf að skoða og hvaðan þær komu.
Heimildir mínar sem Hins vegar óbirtanlegar meðan ég hef ekki getað staðfest þær. herma um hvaðan skipanir komu á gamlársag og þann 20
eru athygliverðar.
Svo vil ég biðja menn að gera skýrann greinarmun á hinni almenni lögreglu og árásarsveit lögreglunar. Þar eru tveir ólikir hópar á ferð.
Kristján Logason, 23.1.2009 kl. 14:06
Ég vil líka breytingar en það er aldrei gott að breyta of mörgu í einu því þá veistu ekki hvað virkar eða ekki.Ég tel að meinið sé í okkur flestum og innst inni vissum við öll að eithvað var bogið við Íslenskt samfélag,við vorum bara of upptekin við að lifa góða lífinu að við þorðum ekki að spyrja réttu spurningana.Ég styð friðsamleg mótmæli og ég ber mikla virðingu fyrir fólki eins og Geir Haarde og þeirri miklu yfirvegun sem hann hefur sýnt og prýðir bestu forystu menn,annað en vinstri menn sem engu stjórna en engan vegin geta hamið skapið sitt,hvernig væru þeir þá við stýrið?
Jóhann Kristján Valdórsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.