17.10.2009 | 00:48
Hvað um þá sem vilja hann ekki?
Það var auðvitað til of mikils mæst að presturinn sem á löglegan hátt strauk og kyssti unglingsstúlkur í söfnuðinum sínum hefði vit á því að draga sig í hlé, hvað þá að skammast sín eða biðjast afsökunar. Þetta mál allt sýnir á grátlegan hátt að íslenska þjóðkirkjan virðist vera óhæf til að taka á afglöpum starfsmanna sinna. Ekki skil ég hvernig Gunnar og stuðningsmenn hans hafa hugsað sér að safnaðarstarfið verði komi hann aftur til starfa.
Ég get ekki betur séð en lausnin sé augljós. Söfnuðurinn virðist vera klofinn í tvær fylkingar þar sem önnur vill Gunnar og hin vill alls ekki Gunnar. Þeir sem vilja Gunnar hafa ekki komið með nein rök um að aðrir prestar en Gunnar komi ekki til greina. Þeir sem ekki vilja Gunnar hafa komið með þau rök að með siðferðisbroti sínu hafi hann sýnt fram á að hann sé óhæfur til að vinna með börnum og óttast jafnvel um velferð þeirra. Ef við gefum okkur að hagsmunir sóknarbarna vegi þyngra en hagsmunir prestsins er augljóst, af framangreindum ástæðum, að það er auðveldara fyrir stuðningsmenn Gunnars að sætta sig við annan prest en fyrir þá sem telja Gunnar óhæfan að sætta sig við hann sem prest.
Annars væri fróðlegt að vita hvort eitthvað hefur breyst í reglum hinnar íslensku þjóðkirkju um kynferðislega áreitni. Ef annað slíkt mál kæmi upp, kæmist starfsmaðurinn upp með það líka? Er ekki örugglega búið að breyta einhverjum reglum svo fólk sitji ekki uppi með presta sem það treystir ekki?
Viljum fá prestinn okkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég geri athugasemd við að Árni Johnsen taki stöðu í þessu viðkvæma máli. Það segir mér að aðskilja beri ríki og kirkju strax.
Helga (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 01:00
Fyrigefðu mér kæra Matthildur ef ég fer út af sporinu hér! en það hefur aldrei verið sannað að séra Gunnar hafi gert það sem ekki má gera!!, að strjúka og kyssa vanga, hvað er athugavert við það halló!!!! hvað gerum við ekki við barnabörn okkar ekki alla daga, erum við ekki að kyssa þau og strjúka alla daga vegna þess að við elskum þau ótrúlega mikið? Ok, nú er þetta prestur sem á í hlut, en er hann ekki einmitt sá sem tengir okkur við trú okkar, Guð almáttugann?
Guðmundur Júlíusson, 17.10.2009 kl. 01:10
Ágæti Guðmundur
Í umræddum dómi kemur fram að Gunnar viðurkennir að hafa strokið og kysst stúlkurnar. Hann var hins vegar sýknaður af lögbroti. Sá sem strýkur og kyssir verður alltaf að gæta þess að fara ekki yfir þau mörk sem sá sem hann eða hún ætlar að strjúka eða kyssa setur. Það hefur ekkert með Guð að gera ef fullorðinn karlmaður kyssir og strýkur unglingsstelpur. Ég legg það ekki að jöfnu að ég kyssi og faðmi börnin mín og barnabörn og að prestar eða aðrir starfsmenn kirkjunnar kyssi þau. Farsælasta lausnin fyrir alla er að Gunnar verði færður til í starfi.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.10.2009 kl. 01:20
Það sem Gunnar og margir aðrir prestar hafa klikkað á er að þegar þeir eru að þjóna til kvenna, eiga þeir alltaf að hafa kvenkyns starfsmann með sér við þjónustuna. Því miður hafa allt of margir prestar gerst sekir þegar þeir eru einir með skjólstæðingi sínum. Í mörgum fríkirkjum úti í heimi eru strangar siðareglur á þann veg að í sálgæslu þjónar kona til konu og karl til karls. Ef það er ekki kona með sérhæfingu í því til staðar þarf presturinn að kalla til konu til að vera með sér. Það veitir öllum hlutaðeigandi styrk og eykur traust. En báknkirkja eins og þjóðkirkjan hrærist ennþá í miðaldarhugsunarhætti, þar sem ekki er tekið nægilega á málum. En ég ætla ekki að dæma Gunnar á neinn hátt. það er ekki mitt verk. Hann kemur fyrir sinn dóm frammi fyrir skapara sínum á þeim tíma sem hann verður kallaður.
Marinó Óskar Gíslason, 17.10.2009 kl. 01:41
ekki gleyma því Matthildur mín að það er búið að sýkna séra Gunnar bæði í héraðsdómi og hæstarétti eftir ýtarlega lögreglu rannsókn. Getur þú dæmt manninn sekan eftir það ?? ekki varst þú á staðnum þegar þessir meintu glæpir áttu sér stað, og ég veit að málið var skoðað mjög vel hjá lögreglunni hér á Selfossi.
Baldur Már Róbertsson, 17.10.2009 kl. 01:56
Þessi Baldur er bara ekki heilbrigður - leitaðu þér hjálpar við fyrsta skref!
Hvað gerir kirkjan ekki til að láta sig líta vel út? Sérstaklega þegar 5% á ári hverju skráir sig úr þjóðkirkunni.
Trú er bara bull, algjör djöfulsins kjaftæði sem fólk fann uppá.
Best væri að legga allt þetta helvíti niður - Hverjum gagnast þetta?
Ps.
Þú getur gift þig hvar sem er.
Baldur er fáviti (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 02:12
Nú toppar Árni Johnsen, dæmdur sakamaður, ósómann með því að taka upp hanskann fyrir prest sem staðinn hefur verið að því að káfa á smástelpum.
Þráinn Jökull Elísson, 17.10.2009 kl. 02:17
Baldur telur það skipta máli að prestur á í hlut.
Mundi það skipta máli ef Steingrímur Njálson tryði á jólasveininn?
Hvort þessi maður trúi á guð og "starfi í hans umboði á Íslandi" skiptir engu máli.
Þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir glæp, þýðir ekki að hann sé saklaus. Hann játaði sjálfur að hafa strokið stúlkunum og kysst í einrúmi, til að sækja sér styrk eftir erfiða jarðarför.
Hvort þessi hegðun sé ólögleg, það veit ég ekki, en siðlaus er hún og hefur valdið stúlkunum skaða.
Það er aðal málið. Og það er nóg fyrir flesta til að vilja hann ekki til starfa í að vinna með börnum sínum. En maðurinn á greinilega vini og stuðningsmenn sem telja hagsmuni hans meiri en þessara stúlkna.
Það tel ég ámælisvert.
Arnór (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 02:30
Ég skora á vinkonur mínar og allar stúlkur sem lærðu á strengjahljóðfæri þau ár sem Gunnar kenndi í Tónlistarskólanum á Ísafirði að tjá sig um þetta. Ég var heppin og valdi píanónám, en margar af mínum vinkonum völdu fiðlu og eða selló og sátu uppi með "sýra" Gunnar sem kennara. Mér fannst reyndar ekkert þægilegt þegar sumar þeirra báðu mig að koma með sér í tíma, því það væri svo "óþægilegt" að vera einar nálægt "sýra" Gunnari, þetta báðu þær um í þeirri von að hann léti þær frekar í friði ef þær væru með vinkonu sér í spilatíma til halds og trausts !!!!!!!!!!!!!1!
Ingibjörg Snorra (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 02:50
Má ég benda t.d. Baldri á það að nauðgari sem er sýknaður hættir ekki að vera nauðgari.
Margrét (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 10:45
Þetta mál er að vissu leiti hætt að snúast um hvort eða hve mikið Sérann hefur brotið lög. Í mínum huga sníst það um hvort Sérann eigi að sitja sem fastast þó svo að það valdi óeiningu í sókninni. Sé Sérann það göfugmenni sem ég hef lesið marga lýsa honum sem, þá ætti hann að stíga til hliðar og freista þess að sóknin sameinist á ný um annan Séra. Biskup hefur boðið honum þægilega leið út úr krísunni og mín skoðun er að Sérann ætti að þiggja hana. Í þessu samhengi fynnst mér ekki skipta máli hvort þeir sem vilja hann burt séu 10% eð a 90%, Kirkjan tapar sínum tilgangi í mínum huga ef hún á ekki að ná til allra sóknabarnanna.
Pétur Örn (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 11:10
Baldur, það er eitt að brjóta lög. Siðferði er annað. Æðsti þjónn kirkjunnar hefur talað og skilaboðin eru skýr: Maðurinn braut siðferðislega á stúlkunum og hann getur ekki þjónað því umdæmi eftir það. Af hverju ertu að verja þetta?
Linda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 11:13
Góður pistill Matthildur og ég er alveg sammála þér. Mér finnst að sóknarbörnin eigi að njóta vafans og að það eigi að vera friður um hver þjónar fyrir altari þarna á Selfossi.
Mín reynsla af Gunnari er reyndar góð, ég var í tímum hjá honum og spilaði með honum í kammersveit fyrir vestan og ég hef ekkert uppá hann að káfa persónulega.
Það er ekki til lagatexti um hversu hlýlegur maður má vera, en það er ljóst að mörgum hefur liðið óþægilega nálægt honum. Þetta er á gráu svæði en prestar eiga að vera hafnir yfir allan vafa í þessum efnum.
Kannski væri lausnin að hann myndi þjóna öldruðum?
Jón Á Grétarsson, 17.10.2009 kl. 11:18
Það sem er grátlegast eru þessir 10 prestar sem komu honum til varnar. Eru það "káf"prestar einnig?
Ein spurning, ef þetta hefði verið kennari, lögga, hjúkka eða læknir sem væri að strjúka og kissa sína skjólstæðinga, hefðu dómarar komist að sömu niðurstöðu? Kanski getur einhver lögfróður svarað því?
Jón (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 12:19
Biðið aðeins við............mér finnst fólk láta málið snúast of mikið um séra Gunnar og annarra skilgreiningu á hvað var í gangi í þessari sókn. Gleymum ekki stúlkunum sem sýndu það hugrekki að stíga fram og segja frá óþægilegri upplifun sinni af hans hendi, þær skilgreina það semsagt sjálfar og er ekki á annarra færi að gera það. Sýkna eða ekki sýkna eru bara lagaflækjur og séra Gunnar á að sýna sóma sinn í að draga sig í hlé frá þessari sókn þar sem vera hans veldur slíkri sundrungu.
Jónína (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 12:21
Þar sem ég er tengdur 2 kærendum í hans garð og einni sem kærði hann ekki þegar hann var á Bolungarvík þá á hann ekki að þjóna sem prestur PUNKTUR
Sævar Einarsson, 17.10.2009 kl. 12:34
Þessar stúlkur mega vita að ég og fjöldi manna og kvenna stöndum með þeim í þessu máli og trúum þeim.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.10.2009 kl. 13:27
Já það geri ég einnig. Og það hefði ef til vill átt að rannsaka betur feril Gunnars áður en sýknudómur lá fyrir. Til dæmis að ræða við fyrrverandi nemendur hans og sóknarbörn hér fyrir vestan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2009 kl. 13:51
Ég verð að blanda mér inn í þessa umræðu þó ég geri það yfirleitt ekki.
Mín skoðun er að söfnuðurinn á Selfossi er klofinn og verður það áfram ef Gunnar heldur sínu starfi þar. Því verður ef samein á söfnuðinn að fá prest sem söfnuðurinn getur sagt að ekki hafi sogast inn í þessa sorglegu atburði.
það að Gunnar hafi vogað sér að kyssa og "klappa" ( þukla ) ungar stúlkur er ekki sæmandi manni í hans stöðu, foreldrar hafa treyst honum fyrir börnunum og að þau komi ósködduð frá því trausti, því miður gerðist það ekki. Ég mundi ekki vilja hafa svona prest í minni sókn. Gunnar hefur ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á því að hafa valdið klofningi í sókninni og fara yfir strikið gagnvart þeim sem treystu honum.
Svo er það umhugsunar efni hvort það sé gott eða slæmt fyrir prestinn að Árni Johnsen og Auður Eir taki málstað hans. Auður Eir á nú ekki fallega fortíð þegar kemur að umönnun barna og í mínum huga er hún svartur blettur á kirkjunni ef satt er að hún hafi vanrækt það hlutverk sitt að gæta barna á upptökuheimili.
Allir vita hvernig Árni var og eflaust er enn.
Nei Gunnar ætti að sjá sóma sinn og taka björgunarhringinn sem biskup er að kasta til hans og þeir siðblindu prestar sem styðja hann og finnst ekkert athugavert við að prestur kyssi og þukli ungar stúlkur. Var hann ekki svona góður við drengina.? Ættu að hvetja hann til að taka þetta starf, þó ég sé ekki tilbúinn að greiða honum fyrir það. Gaman væri að heyra meira af þeim fyrir vestan þeir þekkja fortíð Gunnar.
Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 14:32
Bíddu bíddu... er fólk orðið alveg ruglað...
Hvað Sr. Gunnar gerði eða gerði ekki áður kemur niðurstöðu þessa dóms ekkert við... það var ekki hægt að sanna á hann saknæmt athæfi og þetta var sagt orð gegn orði... Þó hann hefði gert e-ð ennþá verra áður þá er ekki þar með sagt að hann sé sekur af öðru....
Þó að einhver maður hafi framið alvarlegan glæp, og jafnvel dæmdur og setið af sér, er ekki sönnun á því að hann hafi gert e-ð annað sem kemur upp seinna. Ef að dæmdur morðingi er sakaður um annað morð sem engar sannanir eru fyrir að hann hafi framið þá er bara ekki löglegt að dæma hann. Maður á að vera saklaus uns sekt er sönnuð alveg sama hvað maður hefur gerst sekur um áður.
Ég er ekki að verja Sr. Gunnar á nokkurn hátt... hvort sem hann er sekur eða saklaus af öllu því sem fólk hefur nefnt og talað um þá var hann samt sýknaður núna þar sem ekki var hægt að sanna neitt saknæmt. Siðferði er svo bara allt annað mál, hvort hann hafi farið inn á grátt svæði eða ekki, og ekki vil ég efast um að stúlkurnar segi satt ef það er satt, þó að svona hlutum hafi oft verið logið líka.
Mér finnst bara alveg ótrúlegt hvað fólk lætur sér detta í hug hérna... það þurfa margir að hugsa sig vel um áður en þeir láta dómsorð falla ....
Nína (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 14:35
Þó að svona hlutum hafi oft verið logið? Hvernig veist þú það Nína? Staðreyndin er sú að það er ekki logið meira um "svona hluti" meira en aðra glæpi. Því er ekki efast um sannleiksgildi annara glæpa? Oft logið um stuld? Líkamsárásir? Innbrot?
Þessar stúlkur komu fram af miklu hugrekki og það er vegna svona umræðu sem er full af fordómum, mýtum og vitleysu að konur og stúlkur þora yfirleitt ekki að stíga fram. Þið fullorðna fólkið ættuð að skammast ykkar! Hvað í ósköpunum ættu börnin að græða á því að ljúga um svona hluti?
linda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:16
Hmmmm.... Sagði ég einhversstaðar Linda að það væru bara svona glæpir sem væri logið til um?.... ekki man ég það... enda hef ég aldrei haldið því fram, var bara að tala um svona glæpi því það er í þessari umræðu....
Og ef einhver hefur misskilið þá hef ég heldur ekki sagt að þessar stelpur væru að ljúga.... er bara að benda fólki á að vara sig á því sem það segir opinberlega þegar það veit ekki alltaf allan sannleikann sjálft....
Og það hafa komið fram sannanir á því að fólk hefur logið... í hinum ýmsu málum.... og ég hef einmitt spurt mig að því sama, hvað halda greyið börnin sem ljúga svona að þau græði á því... sorglegt... mjög sorglegt... en eingu að síður staðreynd sem hefur átt sér stað í heiminum... alveg eins og það er staðreynd að glæpir eiga sér stað.
Auðvitað er það hugrekki að koma fram og segja frá því sem maður hefur lent í... og ég vona að ég hafi ekki orðað neitt það illa hér að fólk haldi að ég vilji ekki að svona komi fram... síður en svo... ég er að setja hérna út á hvað fólk er að segja og hvernig það segjir það... er ekki að segja mína skoðun á þessu mál sem slíku, bara að benda fólki á það sem það er að segja....
Nína (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:18
Nína Gunnar viðurkenndi fyrir dómi að hafa kysst þessar stúlkur og strokið þeim það hafi hann ekki gert af girnd heldur af því honum leið illa. Þetta kemur allt fram í þessum dómi. Þessar stúlkur voru því ekki að ljúga. Mér finnst ósmekklegt af þér að vera að ýja að því að þær hafi logið með því hefja umræðu um upplognar sakir þar sem verið er að ræða mál Gunnars.
Vonandi verður niðurstaða málsins þó sú að siðareglur þjóðkirkjunnar um snertingu og kossa verði það afgerandi að við þurfum ekki að horfa upp á annað eins aftur. Það er krafa mín sem meðlimur þessarar kirkju að þau skilaboð verði send út í samfélagið að kirkjan sé ekki griðastaður fyrir níðinga og að börnunum okkar sé óhætt þar
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.10.2009 kl. 21:32
Enda tók ég það sérstaklega fram Matthildur að ég er ekki að saka ÞESSAR stelpur um að ljúga... kom meira að segja fram hjá mér TVISVAR ef fólk vill sjá það...
Nína (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 04:29
heil og sæl.
Málefni Gunnars, eru hér til umræðu þau eru í dagsljósinu núna. EN ég held að minni séra Karls nái lengra og það spannar allan starfsferill séra GUnnars, eru allir búnir að gleyma Fríkirkjumálinu og þegar hann var prestur í Holti. Ég nefni nú ekki alla hina skandalana sem ekki komumst í hámæli allan hans feril vegna þess að stúlkur höfðu ekki máls á því opinberlega. Fríkirkjumálin og Holtsmálin voru af öðrum toga, en prestskapur sr GUnnar er svartur og það hlýtur séra Karl að hafa í huga þegar hann vísar honum frá stóli....
Halla Signý Kristjánsdóttir, 18.10.2009 kl. 17:45
Matta ég er svo fullkomlega sammála þér og mér finnst þú setja mjög góð rök fyrir máli þínu í þessu máli eins og mörgum öðrum réttlætismálum sem þú stingur á hér á síðunni. Ég er leikskólakennari sem gerir mig ekki alvitra, en eitt veit ég þó að það er mjög mikilvægt að kenna börnum að setja mörkin fyrir því hvort og hvernig þau vilja láta snerta sig og fullorðið fólk á að vera fyrirmynd þeirra og málsvarar. Ég veit það sem uppalandi og kennari að börn hafa síður en svo á móti EÐLILEGRI snertingu og hlýju, en rétt eins og fullorðið fólk hafa þau og EIGA AÐ HAFA fullan rétt á að hafa skoðun á því hvað fer yfir mörkin hjá þeim og þau mörk ber ALLTAF að virða og engin manneskja sem starfar með barnungum skjólstæðingum, unglingum sem og fullorðnum hefur leyfi til að vanvirða þau mörk.
Það er eðlilegt að við sem eigum og önnumst börn óttumst þá staðreynd að í gegn um aldirnar og árin hefur það tíðkast að taka ekki mark á slíkum mörkum hjá börnum og svo er fólk hissa á því að börn, unglingar og fullorðið fólk lendi í skelfilegri misnotkun andlega og/eða líkamlega og virðist ekki bera hönd yfir höfuð sér. Fólk sem engan veginn virðist gera sér grein fyrir hvar slík mörk liggja og skilja ekki að framkoma þeirra veldur börnum eða fullorðnum angri eða angist á bara ekki að starfa á vettvangi þar sem fólk leggur allt sitt traust á eins og það á að geta gert t.d. í kirkjum. Og að fullorðin manneskja skuli leita sér huggunar eða styrks hjá barni sýnir að sú fullorðna manneskja hefur ekki skilning á hvað er eðlilegt að leggja á barn og á auðvitað að starfa á öðrum vettvangi.
Ingibjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:14
Hrönn Reynisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.