22.10.2009 | 21:35
Var Mogginn keyptur fyrir illa fenginn innherjagróða?
Þessi frétt sem ég varð reyndar að leita að á mbl.is því mig langaði að blogga um hana vekur hjá mér nokkrar spurningar.
Hver eru tengslin á milli Davíðs Oddssonar fyrrverandi seðlabankastjóra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og Sigurbjörns Magnússonar lögfræðinga og ráðgjafa Guðbjargar? Þeir eru vitanlega allir þekktir sjálfstæðismenn og ekki ólíklegt að þeir þekkist vel. Samkvæmt fréttum fór Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi formaður bankaráðs Glitnis á fund Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra daginn áður en Guðbjörg seldi hlut sinn í bankanum. Á þessum fundi ræddi Þorsteinn við Davíð um bága fjárhagsstöðu bankans og að hann væri í raun kominn í greiðsluþrot. Í ofanálag var Einar Sigurðsson sonur Guðbjargar millistjórnandi í bankanum á þessum tíma og ekki loku fyrir það skotið að hann hafi vitað af stöðu bankans.
Hafi Guðbjörg fengið upplýsingar um stöðu Glitnis hljóta það að teljast innherjaviðskipti og ekki undalegt þó fólk velti því fyrir sér hvort hún hafi keypt Morgunblaðið fyrir illa fengið fé. Hafi jafnvel hagað sér eins og versti götustrákur. Undarlegast í allri þessari sögu er síðan sú staðreynd að fyrrnefndur Davíð Oddsson skuli nú vera ritstjóri hjá Morgunblaðinu.
Ég veit ekki um ykkur en mér finnst þessi saga með ólíkindum og trúi því varla að hér sé um tilviljun að ræða.
![]() |
Sala á bréfum í Glitni rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já maður spyr sig. Ég held að þú farir með rétt mál. En þá má spyrja hvort Davíð hafi fengið jobbið vegna vitneskju sinnar um innherjaviðskiptin og spillinguna ?
Hver bauð honum jobbið eða hver bað um að honum væri boðið jobbið ?
Málið er að það þarf að hafa Davíð góðan því hann veit ýmislegt og um marga sem menn vilja ekki að fari hátt ... Mogginn upplýsir von bráðar ....
kona (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:09
Tek heilshugar undir,athugasemdina hjá´´kona,,er ritar hér fyrir ofan í athugasemdunum.
Númi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:37
Verða jarðakaupin að Hádegismóum rannsökuð?
Kristbjörn Árnason 22. október 2009
Svona var sagt frá þessu á eyjunni í kvöld:
„Embætti sérstaks saksóknara hefur borist kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna viðskipta Guðbjargar Matthíasdóttur í Glitni á síðasta viðskiptadegi fyrir þjóðnýtingu bankans. Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og varð nýlega stærsti eigandinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins.Þetta kemur fram á Pressunni.
Þar er rifjað upp að Guðbjörg seldi 1,71 prósenta hlut sinn í Glitni fyrir 3,5 milljarða króna föstudaginn 26. september, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna.
“Fram hefur komið að sonur Guðbjargar starfaði í Glitni á þessum tíma. Nánasti viðskiptaráð-gjafi hennar, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, svaraði fyrir söluna á sínum tíma og og vísaði til þess að gerður hafi verið söluréttarsamningur um þennan hlut sem gilti í eitt ár þegar Glitnir keypti hlut hennar í TM í september 2007. Hann vildi þá ekki gefa upp á hvaða gengi hluturinn var seldur,” segir í fréttinni“.
Kristbjörn Árnason, 23.10.2009 kl. 08:39
Það þarf að rannsaka öll þessi viðskipti frá A til Ö. Þjóðin mun ekki samþykkja annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 09:13
Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þessar fréttir séu rangar og það er fjallað um málið á mbl.is í viðskiptafréttunum en þar er ekki farið ítarlega í málið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.10.2009 kl. 10:33
Fyrir hvaða peninga er þá Baugslyginni haldið úti - endalausar afskriftir gjaldfallinna lána sem Baugsveldið fékk og getur ekki greitt til baka ??
Væri ekki nær að þú bloggaðir um það og segðir álit þitt á stærsta leikaranum í hruninu, Jóni Ásgeiri ??
Kynnið þið ykkur nú málið betur áður en þið gasprið og bullið um eitthvað, sem þið hafið greinilega ekki hundsvit á.
Sigurður Sigurðsson, 23.10.2009 kl. 12:28
Sigurður það bætir ekki böl að benda á annað verra.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.10.2009 kl. 13:43
Það liggur í augum uppi að nauðsynlegt sé að rannsaka viðskipti sem bera með sér óþef.
Aftur á móti finnst mér óskaplega einkennilegt að sjá alla þá gagnrýni sem hefur átt sér í kringum ráðningu Davíð Oddsonar. Mogginn er ekki ríkisfyrirtæki heldur einkafyrirtæki þar sem eigendur ákveða hverjum þeir treysta fyrir ávöxtun fjármuna sinna. Annað sem við megum ekki gleyma þá hefur mesta neikvæða umfjöllun komið frá Baugsfjölmiðlum. Þeir eru í herferð gegn mogganum, sem er hluti af því að búa til einokun á fjölmiðlamarkaðinum.
Meðal mála sem hafa vakið mikla athygli uppsagnir Moggans og hafa þeir verið mjög uppteknir á því að gagnrýna ákvörðunina, án þess að hafa hugmynd um hvað stendur á bakvið þessa ákvörðun. Það er ekkert fyrirtæki sem ég veit um sem nýtur þess að segja upp fólki. Einnig er ekki eins og Baugsfjölmiðlar hafi sagt upp fólki til hagræðingar innan fyrirtækisins.
Margir hafa lýst því yfir að þeir ætli að segja upp mogganum og hætta að blogga á mbl.is og er frábært að fólk skuli hafa skoðanir og sýnir það við búum í lýðræðisríki (að vissu marki). En hvað gerist ef mogginn fer aftur á hausinn??? Þá eru bara 365 fjölmiðlar eftir ásamt veikum ríkis fjölmiðli sem á að vera hlutlaus. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig skoðanamyndun Íslendinga verður mynduð af ákveðnum hagsmunahóps, eiganda, eins hóp manna sem búa yfir einokun á markaði.
Skora á fólk að hugsa tvisvar um áður en það fer að blaðra og saka Moggann um allt það slæma sem hann er að gera með því að vera til.
palmi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:46
Ég veit ekki hvort maður eigi svo sem að benda á einhverjar staðreyndir í málinu, þær skipta engu máli fyrir fólk sem vill einungis það hljómar og hentar betur.
En stðareyndin er samt sú, að viðkomandi kona, eigandi bréfanna, seldi hlut sinn í Tryggingamiðstöðinn og fékk hlutabréf í Glitni, með þeirri kvöð að hún innleysti ekki hlutinn fyrr en í september 2008.
Hún beið sinn tíma og innleysti hlutinn í september 2008.
Hver er glæpurinn?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:52
Staðreyndir málsins eru einmitt til skoðunar hjá FMA og mál fara varla þangað nema sterkur grunur sé um misferli.
Ég hef bloggað hér á mbl.is í nokkur á og líkað ágætlega. Það að þessi skrif mín um ritstjóra og eigendur Morgunblaðsins fái að vera hér inni án afskipta sýnir líklega fram á, þvert á það sem sumir óttuðust, að hér er pláss fyrir gagnrýni og aðrar stefnu en sett er fram af ritstjórn.
Ég hef verulegar áhyggjur af fjölmiðlum á Íslandi bæði 365 og Mogganum og treysti hvorugum miðlinum til fulls.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.10.2009 kl. 15:24
Það var skemmtilegt að fylgjast með þessari umræðu. Ég er reyndar á þeirri skoðun að nauðsynleg sé að rannsaka Baugsmiðlana gaumgæfulega.
Kristbjörn Árnason, 23.10.2009 kl. 20:27
Ég er sammála því að það á að rannsaka og skoða þetta vel. Og það á líka að skoða baugsmiðlana. Það er engin afsökun að af því að ýmislegt geti verið gruggugt hjá Baugsmiðlunum að þá megi ekki tala um moggann. Það á að rannsaka báða fjölmiðlana og á auðvitað ekki að halda hlífskildi yfir einum vegna alls "skítsins" hjá hinum.
Kjarri thaiiceland, 30.10.2009 kl. 05:10
Guðbjörg seldi bréf sín í TM og fékk greitt með bréfum í Glitni með þeim skilmálum að hún héldi bréfunum í Glitni í eitt ár. Guðbjörg seldi síðan Glitnis bréfin um leið og hún átti þess kost´, eða daginn eftir þann 25. sept...það er nú allt heila plottið.
Loori (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.