Förum bara heim til Noregs eða skiptum um kennitölu

Ég er töluvert búin að spekúlera í þessum vanda okkar Íslendinga sem sumir vilja kalla kreppu.  Í morgun fór ég í langan göngutúr með ágætri vinkonu og við ræddum þessi mál.  Ég gætti þess að hafa hnefana kreppta til að koma mér í rétta fílinginn og svo las ég líka einhverstaðar að líkaminn brenndi meira gengi maður með kreppta hnefa.  Við stöllurnar ræddum vandann og leituðum lausna, fannst við bara vera djöfull klárar. En vissum þó ekki alveg hvernig við ættum að snúa okkur út úr því að missa annað hvort æruna, með því að neita að borga útrásarskuldirnar, eða borga og dæma okkur þar með í endalausan þrældóm.  Við hefðum sjálfsagt þurft að ganga lengra til að finna lausn á þessu.

Stundum get ég ekki hætt að hugsa og mig langaði mikið til að vita hvað ég vildi gera, þó ég sé bara kona út í bæ og hvorki ráðgjafi í stjórnarráðinu sé Seðlabanka  Ég hélt ég samtalinu áfram en bara við mig sjálfa í huganum löngu eftir að við stöllurnar skildum og fórum hver til sinnar vinnu. Mér datt sí svona í hug lausn. Ekki bara ein lausn, heldur tvær.

Fyrri hugmyndin gengur út á það að við, íslenska þjóðin, förum bara aftur heim.  Skilum þessum þrælum sem við stálum á Írlandi og víðar og  flytjum aftur heim til Noregs.  Við fluttum jú að heiman fyrir löngu, í hálfgerður fússi reyndar, en ég hef fulla trú á því að það verði fyrirgefið. Blóð er þykkara en vatn.  En ef svo undarlega vill til að Norðmenn vilja okkur ekki aftur þá eru þeir kannski til í að lána okkur nokkra víkjandi milljarða gegn því að við hættum við að flytja aftur til Noregs og hættum í braskinu.

Seinni hugmyndin er álíka snjöll. Hvernig væri að láta bara Ísland fara á hausinn stinga undan eignunum og byrja upp á nýtt með nýrri kennitölu og nýju nafni. Við gætum nýtt okkur þekkingu og reynslu ýmissa athafnamanna sem í gegn um árin hafa stundað kennitöluflakk.   Vissulega yrði það flókið ferli en tæknilega er þetta sjálfsagt gerlegt.  Í okkar frjálslynda heimi er jú allt leyfilegt sem ekki er beinlínis bannað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ég nenni ekki að búa í Noregi - það er allt bannað þar. Kannski er það þó skortur á boðum og bönnum sem kom okkur í þessa klípu til að byrja með.

En skiptum bara um kennitölu og nafn. Gætum heitið IL-Group (Iceland Group).

Hjördís Þráinsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:56

2 identicon

Nú fatta ég þetta allt í einu.

stupit me.

sko Geir er að taka "secret" á þetta. Þetta verður allt miklu betra til lengri tíma litið , sagði hann núna áðan í sjónvarpinu.

gunna tunna (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:07

3 identicon

Útrásargæjarnir tóku secret á þetta og það virkaði svona helvíti vel þangað til kóki sté þeim til höfuðs!

ha ha (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Gló Magnaða

Ætli sé Langi Mangi í Noregi?

Gló Magnaða, 9.10.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Heidi Strand

Það er mjög gott að búa í Noregi.Ég ólst þar upp og hafði gjarna viljað ver þar áfram.
Ef það hefur verið meira bannað á Íslandi, værum við ekki kominn í þeirri stöðu sem við núna erum í.
Við þurfum ekki að búa í Noregi en vera í fjárbúð.

Heidi Strand, 9.10.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Gló Magnaða

Eins og rollur þá eða...?'

Gló Magnaða, 9.10.2008 kl. 13:10

7 identicon

Ha ha hæ Matta. Þú ert bara æði. Ég get varla skrifað fyrir hlátri. Það er mjög mikilvægt að vera með húmorinn í lagi á þessum síðustu og verstu. Hláturinn lengir lífið og léttir lund.

Kveðja

sjúkraþjálfarinn

Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:30

8 identicon

Heyrðu, ég fór "heim" fyrir nokkrum árum síðan og öll áhættutaka og svall og svoleiðis rann bara af mér eins og vatn af gæs um leið! Ég get sem sé mælt með fyrri leiðinni þinni. En svo er það að allt er bannað hér, bannað að sulla í pollum nema að maður sé í stígvélum(!!), bannað að græða meira enn eina grilljón án þess að borga aðra grilljón í skatt og svo framvegis. Þannig að kanski er best að láta þetta fara á hausinn og skipta um nafn/kenntitölu - er ekki "Nýja Ísland/New Iceland" ágætis nafn?

Gunni (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband