Geðveiki dagurinn

Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.  Í tilefni af því langar mig að hvetja alla þá sem telja sig vera haldna geðheilbrigði af einhverju tagi að gera eitthvað geðveikt.  Það jafnast ekkert á við  gera eitthvað skrítið og heimskulegt ef maður hefur gilda afsökun.  Í dag höfum við góða og gilda afsökun. Í dag mega allir vera geðveikt eitthvað.

mad-woman_695027.jpg

Í tilefni dagsins ætla ég að segja ykkur frá konu sem hagaði sér geðveikt asnalega. Hún byrjaði daginn með því að fara í líkamsrækt, hjólaði aftur á bak í spinning og valhoppaði á hlaupabrettinu.  Til að tryggja sér athygli allra á stöðinni, sem fær einning að njóta nafnleyndar, mætti hún í íþróttabuxunum á röngunni svo skein í hvíta klofbótina.   Því næst bakkaði hún í vinnuna enda einstefna og mikilvægt að bíllinn snéri rétt ef löggan kæmi.   Í vinnunni lék hún heilbrigða manneskju af mikilli innlifun og fara engar sögur af því.  Geðveikar konur þurfa að borða eins og aðrar konur og því skrapp hún út í búð.  Henni virtist dagurinn vera gulur, því keypti hún banana, gul epli, sítrónu, léttmjólk, sinnep, pasta og ost.  Matur í öðrum lit vakti ekki áhuga hennar enda algjört stílbrot að kaupa jarðarber á gulum degi.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lífgar upp minn geðveika dag :D

Gústi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

En hvað gerir maður ef maður hefur ekki af geðheilbrigðinu að státa?? Svona í tilefni dagsins? Lætur eins og geðheilbrigður?

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 16:54

3 identicon

Og eigum við að fara saman í ræktina í fyrramál ? til að ná geðinu aftur ? og af okkur sítrónunni ? og sinnepinu ?

gunna (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Það vill svo skemmtilega til að á miðvikudaginn varð ég geðheilbrigð (nokkurn veginn) og gat því leyft mér að vera geðveik í gær (fara á kaffihús með þér m.a.).

Hjördís Þráinsdóttir, 11.10.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já það var geðveikt gaman hjá okkur, sokkur. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.10.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband