Nú sannast hið fornkveðna, Karlmenn!

Nú þegar karlar hafa sett heiminn á annan endann með því að hafa svona mikið og óskorað vit á fjármálum get ég ekki annað er krafist þess að framvegis fáum við konurnar að koma að stjórn fjármála í heiminum.  Ég er ekkert að tala um að karlarnir verði ekki hafðir með í ráðum ég er að tala um að við konurnar verðum hafðar með í ráðum. 

Ef þau sjónarmið að það sé farsælast að blanda kynjum í stjórnum fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka fá ekki brautargengi legg ég til að við konur tökum því ekki þegjandi. Nú höfum við leyft strákunum að spila rassinn út buxunum og það sem verra er við þurfum að borga brúsann. Það að við konur tökum fullan þátt í því að byggja aftur upp þjóðfélagið og borga útrásarskuldirnar þýðir ekki að við ætlum að láta þetta koma fyrir aftur.  

Nú liggur mikið við að gæta hagsmuna okkar.  Það er ekki nóg að ráða nokkrar konur í stöður bankastjóra það þarf mikið meira til að ég hafi trú og traust á uppbyggingunni.  Hvernig væri að hætta að ráða karla eingöngu vegna þess að þeir eru karlar.  Það er svo merkilegt að þeir sem mestar áhyggjur hafa af því að konur komist til valda, nota þá klisju gjarnan, að það megi ekki ráða konur því það sé svo mikil hætta á að þær séu ráðnar eingöngu vegna kyns.  Ekki vegna hæfileika.  Sjálfsagt verður þessi hugsun til vegna þess, að í okkar úr sér gengna karlakerfi, hefur það viðgengist að ráða karl bara vegna þess að hann er karl.

Okkar sök er að hafa látið þetta viðgangast hættum að kóa með körlunum og tökum til hendinni.  Núna.

Hr. Matthildur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr Matthildur.

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað með alla karlmennina sem lengi vöruðu við þessu - er ekki allt eins okkar tími kominn núna? - Við vorum auðvitað ekki kallaðir að þeim verkum sem við lýstum efasemdum um. - Það er fráleitt að ætla að kenna öllu karlkyninu um ferkar en að það bera ekki allar konur ábyrgð á einhverjum tilteknum konum hvort sem er Britney Spears, Margreti Thacher eða Söru Pallin.

Hvað gerðuð þið konurnar annars svo afgerandi og sérstakt til að stoppa þetta og upplýsa um hættuna af hvað væri í raun að gerast - eitthvað sambærilegt við Þorvald Gylfason og aðra slíka?

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 10:44

3 identicon

Alltaf góð Matta!

 En alltaf jafn merkilegt að stelpurnar fái bara tækifæri þegar drengirnir eru komnir með allt niður um sig! sjá athyglisverða rannsókn á glersyllunni - the glass cliff sjá neðangreindar krækjur

http://psy.ex.ac.uk/seorg/glasscliff/

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/magazine/3755031.stm

A luta continua !

Gústa

Ágústa Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:46

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Helgi Jóhann

Ég er ekki að gera alla karlmenn ábyrga og fráleitt að draga Þorvald Gylfason og hans viðvaranir, inn í þessa umræðu um kynjahlutföll í stjórn peningamála.

Á ég að skilja þig svo að þú teljir það ekki skipta neinu máli það konur hafi hingað til ekki haft nein teljandi völd í fjármálaheiminum.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.10.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nei, nei Matthildur, ég styð eindregið að konur og karlar komi jafnt að öllum sviðum eins vilji þeirra og hugur stendur til. - Ég á tvær dætur sem ég myndi treysta afar vel til að stjórna af skynsemi, fyrirhyggju og djörfung hvar sem þær kæmu.

- En mér finnst svolítið óþolandi hvað mikið ber nú á því hjá sumum konum að kenna „körlum“ um. Þetta voru ekki „karlar“ heldur tilteknir einstaklingar sem bera ábyrgð og þá mesta hjá stjórnvöldum, - og reyndar fannst mér bankarnir standa lengur og betur í svo harðir kreppu með ónýtan gjaldmiðil og rúnir stuðningi seðlabanka og stjórnvalda en rógurinn um þá hefði átt að benda til.

Að mínu mati eru það fólkið sem átti að setja reglur og leggja undirstöður með nothæfum gjaldmiðli sem brást.  

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 11:27

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Vissulega er það rétt að ábyrgðin er líklega mest hjá þeim sem bjuggu til reglurnar.  Okkar sök er því sú að hafa ekki borið gæfu til að hlusta á þær raddir sem vildu fara hægar. Það var hlegið að fólki sem benti á að bruðlið og vitleysan væri að fara úr böndunum.  Við kölluðum það afbrýðisemi.  Við leyfðum þessu að gerast með því að hafa trú á frjálsum markaði og við leyfðum þessu að gerast með því að kjósa yfir okkur einsleitan hóp karlmanna og leyfa þeim að leika lausum hala. 

Ástæðan fyrir því að ég  set karlmenn á sakabekkinn, þó ekki alla, er sú að það er óumdeilanlegt að karlmenn hafa mikinn meirihluta á þingi og karlmenn hafa stjórnað peningafyrirtækjunum.  Ég trú því að þetta sé ein ástæðan fyrir því að svona er komið.  Og ég krefst þess að við hjökkum ekki áfram í sama farinu með því að hafa einsleitan hóp við stjórn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.10.2008 kl. 11:39

7 identicon

Meiri vitleysan í þér.

Andrés Ó. (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:17

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég svara eingöngu þeim sem þora að standa undir stóru orðunum með fullu nafni.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.10.2008 kl. 14:25

9 identicon

Ég er svo sammála!

Matthildur þú rúlar!!!

Brúnkolla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:45

10 identicon

Já konur nú loks kallaðar til, kannski Höllu blaðakonu að þakka- en hún spurði um jafnréttisáætlun ríkisistjórnarinnar á blaðamannafundi forsætis og viðskiptaráðherra í Iðnó um daginn. Þá fannst mér spurningin út í hött og ekki tímabær, en hún virðist hafa haft áhrif.

En einnig er ég sammála "hinum vitiborna manni" þetta með agann. Nú má sko kenna konum um agaleysið og uppeldið, Davíð Oddson var alinn upp af konum enginn karl kom þar nærri og því er hann líklega eins og hann er. Og íslenska þjóðin er eiginlega einungis alin upp af konum, karlarnir á sjó eða hjá öðrum konum þannig að auðvitað er þetta allt konum að kenna og því þurfa konurnar nú að fara í stjórnir bankanna og taka til eftir sig og þiggja örugglega lægri laun en forverar þeirra í stjórnum af hinu kyninu. 

Jæja nú skal pússa vöndinn og byrjum að nota hann á drengina konur ! 

"stend ekki undir nafni" (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:54

11 Smámynd: Gló Magnaða

Hvaaa?? Helling af commentum. Var alveg viss um að það yrðu engin

Gló Magnaða, 13.10.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

heyr, heyr. það eiga líka konur að bjóða sig fram í stjórnir sem flestra félaga og láta heyra í sér ef ekki eru konur alls staðar jafns við karla.

talandi um það . hafið þið tekið eftir hvað Rúv virðist hafa bakkað í jafnréttismálum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.10.2008 kl. 20:07

13 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Heyr, heyr og krefjumst þess að karlar hætti að einoka togaraflotann. Það er engin kona skipstjóri á stóru togurunum, ekki ein og nú hættum við að hlusta á að konur hafi ekki áhuga.

Það gengur ekki að strákarnir séu í eilífum skipaleik.

Benedikt Halldórsson, 13.10.2008 kl. 20:23

14 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Miðað við stjórn fiskveiðimála á Íslandi í gegn um árin, væri ekki vitlaust að við kæmum að þeim málum líka. Það verður væntanlega tekið duglega á því máli á sama tíma og þið fáið að vera meira heima, að sinna börnunum á kvöldin og að vinna á leikskólum á daginn á meðan konurnar fara á sjóinn.

Sumt sem sumir halda að sé lögmál er kannski ekki lögmál þegar betur er að gáð. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.10.2008 kl. 21:05

15 identicon

Hinn viti borni maður er fyndinn.

"stend ekki undir stóru nafni" (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:32

16 identicon

Þú gerir kyni þínu mikinn greiða eða þannig.. óttalega getur fólk verið vitgrannt.

Guðrún (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:54

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Að sjálfsögðu eiga konur að sækja fram á öllum sviðum og ættu alls ekki að undanskilja sjóinn en ættu þó að sleppa afbrotunum.

Það er við hæfi að við, afkomendur sjómanna, tölum mannamál og segjum að ekki hafi verið borð fyrir báru og nú verða menn (og konur) að betrumbæta fleyin og huga að slysavörnum án þess að hætta að róa. Það gerum við ekki, ekki frekar en forfeður (og formæður) þrátt fyrir skipstöp og manntjón. Í þessu "Halaveðri" dó engin sem betur fer.

Mér finnst ekki viðeigandi að kenna körlum (strákunum) um kreppuna. Það vill svo til að meirihluti fjármálamanna eru karlar og meirihluti skipstjóra eru karlar. Það er ekkert lögmál en endurspeglar kannski áhuga kynjanna.

Karlar bera ekki meiri ábyrgð á þessari kreppu frekar útgerðamenn og skipstjórar á Halaveðrinu.

Það er athyglisvert að yfirgnæfandi meirihluti afbrotamanna, spilafíkla, alskóhólista og fallhlífastökkvara eru karlar.

Getur verið að karlar séu áhættusæknari en konur? Getur ekki verið að kostir karla séu líka þeirra helstu ókostir? Eða brást uppeldið? Ölum við strákanna til afbrota og allskonar útrása?

Ég vona bara að kynin séu ekki dregin í dilka.  Við erum öll saman í almenningi,  en því miður er ákveðin tilhneiging til að líta á karla sem svarta forréttindasauði en ég tek skýrt fram að ég er í almenningi og uni hag mínum þar vel.

Æ, ég nenni ekki að ræða kvótan.  

Benedikt Halldórsson, 13.10.2008 kl. 22:35

18 Smámynd: halkatla

karlmenn eru svo innilega bara góðir í sauðaeldi og fiskveiðum - þeir eru mínar hetjur

halkatla, 14.10.2008 kl. 00:15

19 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Oh, djöfull þoli ég ekki svona kvennaklisjur.

Man ég nú þegar allir töluðu um hvernig konur væru friðsamar þegar kæmi að stjórnmálum, hinsvegar hafa flestar konur sem hafa komist til valda í heiminum afsannað þetta rugl. Margret Thatcher og Condolizze Rice, báðar kolruglaðir haukar. Ekki get ég séð mikinn mun á t.d Angelica Merkel og Schröder. Nema kannski það að Schröder var algjörlega mótfallin íraksstríðinu.

Týpiskt dæmi um hvernig er reynt að halda þessari rugl ímynd áfram er myndin um Elízabeth 1 englandsdrottningu. Það liggur alveg fyrir í sögunni að hún lét hengja Maríu skotadrottningu. En í myndinni þá er sögunni breytt þannig að hinn grimmi Sir Walshingham fer einhvern veginn upp á eigin spýtur til Maríu skotadrottningu, tælir hana í rúmið og drepur hana. Síðan er auðvitað Elízabeth bara frekar hneyksluð á þessu öllu saman. Ha ha ha, þvílíkt og annað eins rugl.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.10.2008 kl. 06:37

20 identicon

Það var alltaf sagt hér í denn að konur sem töluðu svona um karlmenn, Að það vantaði eitthvað gætu t.d. verið mjög þurfandi. kannski bara einhverjar kerlingarbækur en ég held að hitt eigi betur við. Sannast hið fornkveðna

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:05

21 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Margir hafa haldið því fram, eins og Benedikt bendir einnig á, að karlmenn séu áhættusæknari en konur.  Það er í sjálfu sér ekki ólíklegt.  Minn útgangspunktur er einfaldlega sá að það sé heillavænlegast að kynin og þar með reynsluheimur þeirra beggja komi að stjórn fjármála og að sjálfsögðu allri stjórn í meira mæli. 

Við getum endalaust verið með hártoganir og skemmtilegar eða jafnvel dónalegar athugasemdir en það breytir ekki því að okkar vestrænu samfélög glíma við ákveðinn vanda.  Það sem mér finnst merkilegt er að þeir sem hæst hrópa og virðast vera á móti þessari umræðu, um fjarveru kvenna í stjórnunarstöðum hvort sem það eru, stjórnmál, fjármálastofnanir eða almenn fyrirtæki, segja gjarnan að kyn skipti ekki máli.  Samt nota þeir frasa eins og kerlingarraus.

Jón Gunnar bendir á nokkrar sterkar konur sem að mér virðist eiga sanna að konur séu jafn slæmar og karlar.  Kannski komust þessar konum einungis til valda vegna þess að þær voru áhættusæknar og grimmar.  Kannski er það ekki þannig fólk sem við almenningur viljum láta stjórna heiminum. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.10.2008 kl. 08:08

22 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Og nú erum við komin með konur sem bankastýrur í tvo ríkisbanka !!!  Glæsilegt.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:00

23 identicon

Sjett - maður fær bara illt í píkuna að lesa sumar af athugasemdunum hérna!

Budda Pönk (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:06

24 Smámynd: Johann Trast Palmason

gott að fá konur sem bankastjora til að kóa með sjalfstæðismönnum.

þú getur ekki horft framhja öllum þeim konum sem komu að útrasini  beint eða óbeint og hvað þá gráðugasta, svikulasta og spilltasta stjórnmálamann landsins síðustu ar Ingibjörgu Sólrunu sem studdi jón ásgeir hvað harðast.

Aldrei Aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 14.10.2008 kl. 15:46

25 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

áfram Matta!! alveg sammála:)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:18

26 identicon

Skemmtileg umræða. Alveg sammála Matta helda að það hefði verið löngu tímabært að koma með kvenlega innsýn í stjórn landsins, bankanna og bara á svo mörgum stöðum. Held að hæfileg blanda sé best en það hefur alls ekki verið svo. Maður sá það best þegar raðað var á framboðslista fyrir síðustu kosningar t.d. hér í okkar kjördæmi að karlar röðuðust  í sætin sem voru nokkuð örugg og svo komu konurnar þar á eftir, svona til vara ef ske kinni að flokkurinn fengi góða kosningu. Kynin eru að mörgu ólík eins og komið hefur fram í mörgum rannskóknum og t.d. er bent á hér fyrir ofan og að karlar taki meiri áhættu í lífinu og konur þá væntanlega varkárari. Ég spyr, þurfum við ekki á báðum þessum kostum að halda, ég hefði haldið það, á öllum stöðum þjóþfélagsins, jafnt á heimilunum og á vinnustöðum. Jafnræði það er málið.

Bessa (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:03

27 identicon

Já ég verð að segja það, að mér finnst ekkert að því að konur vinni á sjó, ég fór á frystitogara þegar ég var 16 ára, og fannst það bara mjög fínt, ég var ekki eini kvenmaðurinn á sjó, en samt þegar ég segi "þegar ég var á sjó..." þá verður fólk voða hlessa, sérstaklega karlmenn. verkaði fisk um daginn í sjóstöng og það var bara kapt.

Kristín (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:35

28 identicon

Mér finnst vanta fleiri örvhenta við stjórnvölinn. Og svo mætti alveg bæta við Barðstrendingum. Þar býr fólk sem hefur sýnt gætni samfara sókndirfsku og hefur orðið mikið úr litlu.

 Vildi bara koma þessu að.

Takk. 

Finnur Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:26

29 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér finnst ekki hægt að gera grín að þessu, strákar. Vissulega má kenna uppeldi/umhverfi/innrætingu um mikið. Við stelpurnar þurftum alltaf að vera svo helvíti þægar (kúgaðar) á meðan strákum var hrósað fyrir hið gagnstæða og nú láta margir strákar eins og verið sé að taka flotta dótið af þeim, jafnréttisbaráttan sé  hrein aðför að þeim. Er ekki málið að hugsa þetta aðeins, spyrja sig hvort þeir vilji að mæður þeirra, dætur, systur og eiginkonur séu ekki metnar að verðleikum og fái ekki réttlát tækifæri? Nú er árið 2008.

Guðríður Haraldsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:57

30 identicon

Elsku Matthildur, ferðafélaga með meiru, þú biður ekki um lítið!! Að konur séu hafðar með í ráðum? Ne-hei, það skal sko ekki gerast!! Varðveitum karlaveldið sama kvað það kostar (bókstaflega)

En var ekki einhver sem sagði að konur hafa alltaf þrifið upp skítinn eftir karlpeninginn allt frá vöggu til dauða. Það byrjar á bleyjum og endar á bleyjum. Rakst á þessa skemmtilegu grein: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/oct/16/iceland-marketturmoil

Karen Linda (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband