Hún Auður stendur undir nafni

Fyrir sléttum 45 árum fæddist lítið stúlkubarn.  Stúlka þessi, sem hlaut hið einkar viðeigandi nafn Auður, ólst upp í sveit í Ísafjarðadjúpi.  Ekki man ég í augnablikinu hvað bærinn heitir, enda er það algjört aukaatriði í þessari sögu.  En gæti svo sem orðið efni í aðra sögu, þá hjá einhverjum öðrum en mér væntanlega.

Fljótlega kom í ljós að hún Auður litla var óvenjulega skýr og klár í kollinum. Fljót til svars, hörkudugleg og góð við menn og dýr.  Höfðu bændur í sveitinni á orði að ekki hefði fæðst önnur eins guðsgjöf í Djúpinu í marga mannsaldra.  Kom fólk víða að til að sjá með eigin augum þetta fallega og góða barn.

Árin liðu og Auður óx bæði af gæfu og gjörvileika.  Var hún bræðrum sínum og öðrum börnum í sveitinni mikill gleðigjafi og fyrirmynd og fullorðnir sóttu í að vera í návist hennar, enda geislaði stúlkan að hlýju og góðum straumum.  Var það íbúum í Djúpinu mikill missir þegar hún fluttist til höfuðborgarinnar til að stunda þar nám.  Ekki þykir mér þó ólíklegt að hún hafi haft góð áhrif á almennt siðferði og manngæsku borgarbúa með sinni fyrirmyndar framkomu.

Það kom engum á óvart að Auður skildi velja hjúkrun að lífsstarfi þar sem mannkostir hennar fá best notið sín því hvað er betra starf fyrir duglega, hjartahlýja, glaðlynda, gáfaða, og rökfasta konu en einmitt í hjúkrun.  Ég hef reynt það á eigin skinni hvað hún er fær í starfi og veit að allir þeir fjölmörgu sem notið hafa samskipta við hana eru mér sammála.

Ég get ekki látið hjá líða að minnast nokkrum orðum á fjölskyldu og heimili Auðar.   Með manni sínum Guðmundi, sem vonandi veit hvað hann er heppin með konu, á hún þrjú börn.  Börn þeirra eru hvert öðru yndislegri og bera því glöggt merki að þau hafa verði alin upp af alúð og kostgæfni.  Að koma inn á heimili þeirra er eins og að ganga inn í draum.  Draum sem maður vill ekki vakna upp af.

Að lokum langar mig að óska þér Auður mín, innilega til hamingju með daginn og þakka fyrir allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman.  Vonandi verður þú, í hógværð þinni, ekki undrandi og óörugg með þig þegar þú sérð svona svart á hvítu hvernig þú kemur okkur fyrir sjónir.............................

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Matta, til hamingju með daginn Auður

Ingibjörg Snorra (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þessi afmæliskveðja verður væntanlega ekki toppuð í bráð

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.12.2008 kl. 16:48

3 identicon

Vel orðað hjá þér Matthildur og mín kynni af Auði eru kannski ekki eins náin og þín, en útgeislun hefur hún:)

Það er hverjum manni óskandi að eiga svona vini eins og þig Matthildur!

Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:53

4 identicon

Þetta er svaka flott kveðja hjá þér kona.

Nú á hún örugglega  eftir að hlaupa langt á undan þér í göngutúrunum ykkar.

Til hamingju með afmælið Auður. 

Guðrún (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Með hinsta bæi...

Hjördís Þráinsdóttir, 19.12.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vildi að ég væri Auður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 23:19

7 identicon

'o mæ, ég er viss um að Auður verði ánægð með þetta.....

blabla (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 03:37

8 identicon

Var hún að hrökkvar uppaf eða ........væmið...........þetta er ekki sú hlið sem hún snýr að mér........ en ég fer líka ekki út að viðra hana reglulega...

greta (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 01:07

9 identicon

Ég vil vera Auður!!!

Annska (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband