Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands og annarra alþingismanna

Kæru ráðamenn og konur

Ég skora á ykkur að fordæma tafarlaust árásir Ísraelshers á Gasa.  Hvernig sem á málið er litið er alveg ljóst að það morðæði og grimmd sem saklausir íbúar á Gasa búa við er ekki jafn leikur.  Ekkert getur réttlætt notkun á ólöglegum vopnum og það gegn almenningi.  Það er sorglegt að horfa upp á þjóðir heims sitja hjá að meðan saklaust fólk er drepið.    Hvar er mannúð okkar og hvað þarf að drepa mörg börn áður er við bregðumst við?  Mér ofbýður að við höfum enn ekki sent frá okkur harðorð mótmæli og fordæmingu og krefst þess að Alþingi ríkisstjórn fjalli um þetta mál og sendi frá sér ályktun.

Nú er rétti tíminn til að fordæma aðgerðir Ísraela á Gasa.  Sendum heiminum þau skilaboð að svona líðum við ekki.  Innst inni vitum við öll að það er það eina rétta í stöðunni. 

Með von um skjót viðbrögð

Matthildur Helga- og Jónudóttir

Ísafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil ekki vera kaldhæðin en ég re ansi hrædd um að stjórnvöld ætli ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.

Skömm er að.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki nóg að senda mótmæli, það þarf að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það er ágætt fyrsta skref að stjórnvöld hér sendi harðorð mótmæli mér vitanlega hafa vestræn ríki ekki gert það.  Ég skil ekki af hverju svona barnamorð viðgangast.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.1.2009 kl. 14:28

4 identicon

Þetta er allt rétt Matta mín.

En á sama tíma og við mótmælum um morðin á Gaza þá er til að taka dæmi, ekki mikið um mótmæli um þjóðarhreinsanir í Darfur (Súdan). Þar er búið að deyða um 400.000 þúsund manns í hreinsunum í mörg ár. Og þar eru um 3 milljón manns á vergangi eftir að vera hrakinn frá bæjum sínum og horfa upp á að komast aldrei til síns heima. Það er erfitt að horfa upp á þessar hörmungar og ég mótmæli þeim öllum !!!!

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband