Færsluflokkur: Bloggar

Hvað veist þú um fótbolta?

Ég er ein af þeim sem studdi Höllu í formannskjöri KSÍ.  Allir vita hvernir það fór en ég held því þó kokhraust fram að framboð hennar hafi þegar haft áhrif og muni gera það í framtíðinni.  Þá bendi ég t.d. á að skömmu fyrir kosningarnar voru fornar karlrembu reglur um dagpeninga lansdliðskvenna leiðréttar.  Það hafði nefnilega tíðkast að greiða kvennalandsliðinu lægri dagpeninga en karlalandsliðinu.  Þær fengu m.a.s. lægri greiðslur en silkihúfurnar sem fylgdu þeim á leiki eftir því sem ég kemst næst.  Gott mál í sjálfu sér að þetta hafi verið leiðrétt og vonandi heldur stjórnin (14 -2 fyrir körlum) áfram á þessari braut.

 Ég er ekkert tapsár fyri þessum úrslitum enda vissum við að á brattann væri að sækja en ég er aftur á móti stór móðguð.  Móðguð vegna þess að í dag hef ég hef í tvígang verið spurð hvaða vit ég hafi á fótbolta.

Hversu mikið vit þarf ég að hafa á fótbolta til að sjá kynjaslagsíðuna hjá KSÍ?

Hversu mikið vit þarf ég að hafa á fótobolta til að vilja sjá breytingar á þeim reglum sem leggja ofur áherslu á úrvalslið karla í fótbolta?

Hversu mikið vit á fótbolta þarf ég að hafa til að sjá að fótholti má vera fyrir alla, konur, karla, stelpur og stráka?

Já svei þér matthildur að hafa skoðanir og þora að ræða þær, eða hvað! 


Formsatriði var ekki fullnægt

Á sama tíma og hið opinbera sýknaði olíuforstjóranna sem sannanlega höfðu okrað á okkur árum saman, fékk lítið kaffihús út á landi einn á lúðurinn frá þriggjamanna nefnd á vegum Dómsmálaráðuneytisins, eða eigum við að segja á vegum hins opinbera.  Nefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að vínveitingaleyfi kaffihússins skildi gert ógilt þar sem öllum formsatriðum hafði ekki verið fullnægt.

 

Forsaga málsins er sú að eigendur kaffihússins fóru á fund sýslumanns fyrir tæpu ári síðan til að endurnýja leyfin fyrir staðinn.  Sýslumaður tók þeim vel en fór fram á nokkur vottorð og skýrslur frá þar til bærum aðilum auk nokkura þúsundkalla í ríkissjóð.  Það tók ekki nema nokkra daga að útvega alla pappírana (frá 9 mismunandi aðilum) sem sanna skildu sakleysi eigendanna og ágæti staðarins.  Eftir nokkra umhugsun gaf sýslumaður út veitingaleyfið.  Í kjölfarið  gaf viðkomandi bæjarstjórn út vínveitingaleyfi. Til að lífið sé ekki of einfallt eru þessi leyfi  ekki gefin út af sama aðila. Og ballið hélt áfram.  Bæjarbúar og gestir undu sér við blaðalestur yfir súpuskál eða kaffibolla.  Kíktu á leikinn.  Reyndu fyrir sér í Drekktu betur.  Nú eða fengu sé öl eða vín í góðra vina hópi.  Á tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum, frægum eða ekki eins og gengur.  Var þá ekki allt í lagi í paradís? Nei, aldeilis ekki.  Þriggja manna nefndin skarst í leikinn og ógilti leyfið. Bæjaryfirvöld höfðu gert þau alvarlegu mistök að byggja sinn úrskurð á úrskurði sýlsumanns en hirtu ekki um að fá sjálfir sömu skýrslurnar frá sömu aðilunum og fara aftur yfir þær. Nú skulu eigendur kaffihússins fara aftur af stað og safna vottorðum og skýrlsum í tvíriti eða tveimur frumritum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.  Þökk sé þriggja manna nefndinn sem skarst í leikinn og kom í veg fyrir tilburði opinberra starfsmanna við hagræðingu og sparnað.

Er nema von að konu fallist stundum hendur?

 

 


Það er mál Matthildar

Á þessari síðu mun ég segja skoðun mína.  Ég er ein af þessum konum sem hafa skoðun á öllu og  tel það ekki eftir mér að ræða hitamál við vini og vandamenn, burt séð frá því hvort þeir hafa áhuga eða ekki.  Ég er búin að spá í það að fara að blogga í þó nokkurn tíma en hef ekki látið af því verða því ég ætlaði að taka þátt í næstu kynslóð bloggs.   Hljóðblogginu.  En ég get bara ekki orða bundist lengur.  

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband