Færsluflokkur: Bloggar

Er Zero ekki bara Núllið í Bankastrætinu?

Nú þykja mér vinir mínir í kók hafa gleypt stærri bita en þeir geta kyngt.  Eins og allir vita þarf fólk að verða slungið til að hitta á rétta nafnið og réttu herferðina í markaðssetningu á vöru.  Hitti fólk ekki í mark er allt unnið fyrir gíg.  Mér sýnist að hér séu markaðsfólkið hjá kók að daðra við þann fámenna hóp fólks ,aðallega ungra karla, sem sýnt hafa fádæma áhuga á því að niðurlægja konur og tala niður kvennfrelsi. Athyglisvert að þetta skyldi vera það eina sem þeim datt í hug af öllu því skemmtilega sem karlkynið tekur upp á.

Þetta hefur þeim hjá markaðsdeildinni þótt mjög snjallt, vitandi það að konur eins ég sem hafa skoðanir, myndum hjálpa þeim að vekja athygli með því að rakka niður herferðina.  Síðan eiga ungu mennirnir sem alltaf eru að skylmast við okkur feministana að koma drykknum og herferðinni til varnar og ef allt fer að óskum selst varan vel í kjölfar mikillar umfjöllunar m.a. um frelsi og púritanisma. 

Það sem ég skil ekki, er velja svona neikvætt nafn á vöruna og að fara neikvæða herferð.  Varla er hægt að tengja nafn vörunnar beint við neytandann án þess að tengja hann við núll sem er í hugum flestra neikvætt.  Það eina sem þeir gátu gert var að finna eitthvað sem markhópnum þætti lítið til koma eða óvin.  Niðurstaðan var sú að nota konur.  Hvaða alvöru karlmanni finnst ekki gaman að tala niður til kvenna, eða hvað?

Það sem kók gerði ekki ráð fyrir var að mörgum, sem finnst þessi herferð í besta falli hallærisleg, en kannski miklu heldur niðurlæging bæði fyrir karla og konur, geta hætt að kaupa aðrar vörur frá kók.  Það er hægt að fá sambærilegar vörur frá samkeppnisaðilunum og ég er viss um margir munu nýta sér það.  

Niðurstaða mín hlýtur að vera sú að kók er að höfða til þeirra örfáu sem vilja segja með því að drekka kók zero vil ég konu sem hugsar ekki og ég nenni ekki neinu svona forleikskjaftæði.


Ekkert!

Vestfirðingar:  "Ekkert múður lengur við viljum sjá aðgerðir í atvinnu og samgöngumálum, strax"

Ríkisstjórnin:  Starir þegjandi út í loftið

Geir forsætis: "Vestfirðingar"

Vestfirðingar:  "Já" 

Geir forsætis:  Ekkert! 

Á einni langferð frá Reykjvavík til Ísafjarðar sl. haust fundum við sonur minn upp leikinn Ekkert til að stytta okkru stundir.  Það kom mér verulega á óvart að þessi leikur væri orðin það þekktur og vinsæll að ríksstjórn Íslands léki hann við okkur þegnana.  Leikurinn getur staðið yfir eins lengi og þáttakendur nenna og margir geta tekið þátt.  Reglurnar eru ekki flóknar en lúmskum gengur oft betur en hinum.  Þær ganga út á að leikmaður A ávarpar leikmann B, t.d. með nafni, og B svarar "já" eða "hvað" í þeirri vissu eða von að A hafi eitthvað fram að færa.  En þá hefur A leitt B í gildru og vinnur stig með því svara "Ekkert!".  Sá vinnur leikinn sem oftar getur svarað ekkert, hvort sem leikurinn stendur yfir í tiltekinn tíma eða takmarkið er að ná tilteknum stigafjölda. Oftar en ekki þarf að beita blekkingum og fagurgala til að ná stigum því fæstir láta veiða sig oft í sömu gildru, og þó.


Hvar voru þeir í dag?

Ég fór á borgarafund á Ísafirði í dag.  Fundurinn var undir yfirskriftinni Lifi Vestfirðir og var ákall til þingmanna að láta póltískar deilur til hliðar og ræða ástand í atvinnumálum hér á Vestfjörðum og koma með raunverulega lausnir.  Það er skemmst frá því að segja að þingmenn D og B lista mættu ekki.  Þetta eru væntanlega skýr skilaboð til okkar um hvað þeim hafa mikinn áhuga á svæðinu.  Kannski ætla þeir að mæta í jarðarförina enda oftar en ekki veitt vel erfisdrykkjum.  

Ég skora á alla atkvæiðisbæra að kjósa ekki eftirfarandi frambjóðendur:

Sturla Böðvarsson 

Einar Oddur Kristjánsson

Einar K. Guðfinnsson

Magnús Stefánsson

Þeir stimpluðu sig út í dag.

 

Þess má geta að Sturla og Magnús létu vita að þeir kæmu ekki. 

 


The Pithchfork Rebellion á Langa Manga í kvöld

Í kvöld ætla ég að skella mér á tónleika með þeim Fanney og Héðni í The Pitchfork Rebellion á Langa Manga.  Sigurður Mar vinur minn á Hornafirði talaði svo vel um þau en þau léku á Norðurljósablúsnum um daginn.  Ég hef aldrei hlustað á þau en samkvæmt mínum heimildum spila þau þægilega tónlist, gömul sígild dasslög. 

Aldeilis frábært geri ég ráð fyrir.

  


8. mars. 2007 Fyrst kemur fyrst fær.

Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og ég ákvað að skrifa ekkert um daginn fyrr en hann væri liðinn.   Það er nú svo skrítið að smáatriðin verða stundum stór þegar kona lítur til baka.  Það sem yljaði mér mest um hjartarætur í gær var látlaus auglýsing frá bókamarkaði.  Fyrst kemur fyrst fær.  Ég hef gaman að því að grúska í málinu okkar, snúa út úr og setja á hvolf.  Ekki síst að velta fyrir mér af hvernig við tökum til orða.  Alla mína tíð hef ég heyrt fyrstur kemur fyrstur fær, og hafði ekkert spáð nánar í það. 

Hver sem samdi þessa auglýsingu fær frasaverðlaun Matthildar, en þau eru veitt þegar tilefni gefst til.

 


Óbeilsluð heimasíða

Margar hendur vinna létt verk.  Strákarnir í Snerpu settu saman þessa heimasíðu fyrir okkur í ÓB hópnum á mettíma í vefumsjónarkerfinu Snerpli.  Bestu þakkir til Gústa og Baldurs.

Slóðin á Ísensku síðuna er obeislud.it.is Við höfum fengið mikla athygli erlendis, sem við áttum raunar ekki von á, því varð úr að hafa síðuna líka  á ensku.  Slóðin á ensku síðuna er untamedbeauty.org 


Kemur pólitísk fegurð að innan?

Það er óhætt að segja að fréttatilkynning okkar um óbeislaða fegurð hafi vakið mikla athygli bæði hér á landi og víðar.  

Þegar við fórum af stað vorum við ekki viss um að þetta fengi mikinn hljómgrunn enda ekki hægt að líta í blað eða tímarít án þess að vera velt upp úr þessum óraunhæfu kröfum um hvað það er að líta vel út.  Það kom okkur líka á óvart að viðbrögðin hafa öll verið á einn veg. Jákvæð. Fólki finnst þessi gagnrýni mjög þörf og deilir áhyggjum okkar af því hvert stefnir.  Hvaða áhrif þetta gildismat hefur á ungt fólk bæði stráka og stelpur.  Fyrirmyndirnar eru tölvuunnar gefimanneskjur sem einungis eru byggðar á sönnu fólki, ef svo má að orði komast.

Í einfeldni minni hélt ég að fikt við myndir ætti einkum við í tísku- og fegurðar iðnaðinum en mér hefur verið bent á það að margir frambjóðendur, þingmenn og ráðherrar láta breyta myndum af sér.  Taka út hrukkur, slétta húð o.þ.h.  Nú hef ég ekkert á móti því, nema síður sé að fólk punti sig hvort sem það er alla daga eða til spari.  En ég set spurningarmerki við þessa miklu áherslu á útlit og þegar útlit frambjóðenda til alþingis er farið að skipta svona miklu máli að þeir telja sig ekki geta náð kjöri nema breyta útliti sínu.  Getur verið að það skipti í alvöru ekki meira máli hvað viðkomandi er að segja en hvernig hann lítur út?

Kona spyr sig! 


Mengun í Reykjavík

Er hættulegt að vera í Reykjavík, er ástæða til að flytja íbúana alla í blokk úti á landi?  Ég get ekki annað en velt því fyrir mér eftir að hafa fylgst með fjölmiðlaumræðu um þessi mál undanfarið.  Börnin á leikskónunum eru lokuð inni, asmasjúklingar fárveikir og fólk að hugsa um að flytja burt.  Er forsvanlegt að bjóða fólki upp á þetta?  

 


mbl.is Ljóst að svifryksmengun fer yfir hættumörk í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbeisluð fegurð á Ísafirði

Áhugahópur um óbeislaða fegurð hefur í hyggju að halda feguðarsamkeppni á Ísafirði.  Keppnisreglur  eru einfaldar og er meiningi að bæði kynin geti tekið þátt.  Þátttakendur verða að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir þ.e. hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað fólk frá keppni.

Það telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim.  Er þá átt við aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli,loðið bak appsínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka.  Keppendur munu hvorki þurfa að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt og aðstandendur keppninnar minna á að tíða ferðir í ljós geta valdið krabbameini.  Keppt verður um titilinn Óbeisluð fegurð 2007 auk nokkurra annara tiltla; Michelin 2007, húðslit 2007, Dansukker 2007 svo einhverjir séu nefndir. 

Áhugasamir sendi póst á ljufar@hotmail.is til að fá nánari upplýsingar og til að skrá sig í keppni.

 


Sérmerkjum fótósjoppaðar myndir.

Af og til er almúganum bent á það hvernig átt er við myndir í tímaritum sérstaklega þó frosíðumyndirnar.  Í daglegu tali er þetta oft kallað að fótósjoppa.  Gjarnan er líkama kvenna og stundum raunar karla líka breytt verulega á myndum. konur eru gerðar örmjóar og takmarkið á að vera að gera viðfangsefnin gallalaus.  Ég set stórt spurningarmerki við þessa gallaeyðingu.  Hvað er galli í útliti manneskju?  Mér virðist sem hugtakið gallalaus manneskja sé á þessum myndum manneskja með örmjóa handleggi og læri, húðin hrukkulaus og ljósbrún, mittið óeðlilega mjótt og andlitið og hálsinn einhvern veginn ótrúlegt.  Hvernig stendur á því að við getum ekki komið fyrir alþjóð á forsíðum tímarita eins og við erum?  

Ég legg til að myndir sem búið er að lagfærða verði merktar á sérstakann hátt þannig að við getum áttað okkur á því hvað er og hvað er ekki. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband