Kemur pólitísk fegurð að innan?

Það er óhætt að segja að fréttatilkynning okkar um óbeislaða fegurð hafi vakið mikla athygli bæði hér á landi og víðar.  

Þegar við fórum af stað vorum við ekki viss um að þetta fengi mikinn hljómgrunn enda ekki hægt að líta í blað eða tímarít án þess að vera velt upp úr þessum óraunhæfu kröfum um hvað það er að líta vel út.  Það kom okkur líka á óvart að viðbrögðin hafa öll verið á einn veg. Jákvæð. Fólki finnst þessi gagnrýni mjög þörf og deilir áhyggjum okkar af því hvert stefnir.  Hvaða áhrif þetta gildismat hefur á ungt fólk bæði stráka og stelpur.  Fyrirmyndirnar eru tölvuunnar gefimanneskjur sem einungis eru byggðar á sönnu fólki, ef svo má að orði komast.

Í einfeldni minni hélt ég að fikt við myndir ætti einkum við í tísku- og fegurðar iðnaðinum en mér hefur verið bent á það að margir frambjóðendur, þingmenn og ráðherrar láta breyta myndum af sér.  Taka út hrukkur, slétta húð o.þ.h.  Nú hef ég ekkert á móti því, nema síður sé að fólk punti sig hvort sem það er alla daga eða til spari.  En ég set spurningarmerki við þessa miklu áherslu á útlit og þegar útlit frambjóðenda til alþingis er farið að skipta svona miklu máli að þeir telja sig ekki geta náð kjöri nema breyta útliti sínu.  Getur verið að það skipti í alvöru ekki meira máli hvað viðkomandi er að segja en hvernig hann lítur út?

Kona spyr sig! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og ekki nema von að þú spyrjir Matthildur mín.  Ég til dæmis myndi aldrei taka út eina hrukku af mínum líkama.  Ég hef unnið mér inn fyrir hverri og einustu þeirra.  Hver og ein segir sína sögu lífsreynslu og þekkingar.  Hver vill þurrka út það sem mest skiptir máli..... manns eigin reynslu og vitneskju... Þegar stórt er spurt.  Enda ætla ég að taka þátt í fegurðarsamkeppninni þinni, með stolti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hrukkur, vinnulúnar heldur, slit og skalli sýna lífið.  Undarleg þau skilaboð nútímans að reynsla og þekking séu góð en árin sem það tekur að öðlast reynslu og þekkingu skulu ekki sjást utan á okkur

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.3.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm skrýtið ekki satt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrukkur, vinnulúnar heldur, slit og skalli sýna lífið.  Undarleg þau skilaboð nútímans að reynsla og þekking séu góð en árin sem það tekur að öðlast reynslu og þekkingu skulu ekki sjást utan á okkur

Veistu það Matta mín að ég ætla að geyma þessi orð einhversstaðar, þau hafa einhvernveginn fests í mér og veistu þau eru frábær og svo mikið orð í tíma töluð.  Þau ættu eiginlega að vera yfirskrift yfir hina óbeisluðu fegurðarsamkeppni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÉG er alveg sammála þér Matthildur mín. Annað til umhugsunar, Kverjir aðrir enn þeir sem eru með alt það sem þú telur upp hafa fært þjóðarbúinu þann auð sem það á. Fólk sem hefur unnið hörðum höndum alla sína ævi án þess að mögla. Þetta var svona hér áður fyrr, og kann ég margar sögur af þvi. Alin upp í Reykjavik á árunum eftir stríð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Matthildur!  Reynslan á að vera í lagi en ummerki aldurs eru algjört "no-no" allavega þegar konur eiga í hlut.  Skömm er að.  Ég flagga mínum reynsluhrukkum nokkuð glöð enda eins gott þær eru komnar til að vera

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 17:55

7 identicon

Svo hjartanlega sammála. Hef t.d. lúmskan grun um að forsíðumynd af mér utaná Krónikunni sé eitthvað fiffuð - að mér forspurðri. Ég sé enga ástæðu til slíks, finnst ég alveg nógu sæt og hálfvandræðalegt að sjá að öðrum finnst það ekki...

Annars finnst mér alltaf voða skemmtilegt nýyrðið mannvistarleifar yfir magaspik kvenna eftir barnsburð. Það finnst mér jafnmerkileg ummerki og hrukkur og vinnulúnar hendur.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:47

8 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Það er von að þú spyrjir!

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 7.3.2007 kl. 14:10

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bara algerlega frábært framtak. Hlakka til að fylgjast með. Hvar og hvenær fer þessi keppni fram? Ég er örugglega gjaldgeng. Þarf að strekkja á mér og hreinsa uppúr hrukkunum....sem ég reyndar elska. Sýna að ég er til og hef verið það töluvert lengi og ber þess merki að hafa verið til af alefli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 00:57

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnzt alltaf það vera frábærazta í allri zjálfhverfri umræðu kvenna um hrukkur, eitthvað 15-20 ára gamalt 'comment' zem að Þuríður Pálzdóttir lét falla í þættinum 'Á tali, með Hemma Gunn' í gamla daga, þegar hann innti hana eftir brozhrukkunum hennar.

Fyrir þá zem að muna ekki, þá zwaraði hún zpörninni, 'Hemmi minn, ég er nú bara með eina hrukku & ég zit á henni,,,,'

Z.

Steingrímur Helgason, 8.3.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband