27.9.2007 | 15:16
Glæpur og refsing
Ef þetta er réttlæti þá skil ég ekki orðið réttlæti. Enn á ný berast okkur fréttir af dómi í ofbeldismáli hvar ofbeldismaðurinn játar eða er fundinn sekur en sleppur ótrúlega vel. Nú æta ég ekki að benda á neinn sérstakan sökudólg en það er ekkert launungarmál að stórum hluta þjóðarinnar er gróflega misboðið hvað fólk fær stutta dóma í ofbeldismálum. Hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál.
Allir virðast vilja þyngja dóma en ekkert gerist. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Þarf að breyta refsirammanum eða er nægjanlegt svigrúm til að dæma fólk til þyngri refsinga. Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að ekki mætti þyngja dóma vegna refsireglu. Með því að þyngja dóma væri verið að mismuna þeim sem fremdu glæpi þannig að ef einn fékk skilorðsbundin dóm má ekki dæma annan í fangelsi fyrir sambærilegt brot. Ef þetta er raunin þá hljótum við að þurfa að breyta reglunum.
Refsingar í fíkniefnamálum eru frekar þungar. Væntanlega eru þær þungar vegna þess að það var ákveðið að hafa refsingar þungar. Er ekki tími til kominn að gera það sem gera þarf og breyta lögunum eða búa til ný?
Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála því að breytinga er þörf. Það er hreint og beint hlægilegt hvað dómar í ofbeldismálum eru stuttir og vægir.
Á dögunum las ég dóm á heimasíðu Héraðsdóms Vestfjarða þar sem tvímenningar voru dæmdir fyrir að "hurða" þriðja aðila (þ.e. keyrðu upp að honum og opnuðu hurðina á viðkomandi, stórhættuleg árás). Báðir fengu skilorðsbundinn dóm, en annar þeirra hafði brotið skilorð með þessu ofbeldisbroti. Til hvers í djöflinum er skilorð ef menn eru ekki settir inn fyrir að brjóta það? Þeir fá bara meira skilorð! Hið undarlegasta mál.
Það er algjör skömm að þessum málum. Menn brjóta af sér og níðast á saklausu fólki og þurfa svo ekki einu sinni að þola þá skömm og niðurlægingu að sitja inni fyrir brot sín. Þeir eru kærðir og dæmdir og lífið heldur bara sinn vanagang. Fórnarlambið þarf hins vegar að lifa með ofbeldinu og líða þjáningar. Það virðist oft sem réttur glæpamanns vegi þyngra en réttur fórnarlambs.
Svakalega var nú hressandi að æsa sig aðeins!
Hjördís Þráinsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.