Er nema von að eitthvað láti undan

Er nema von að eitthvað láti undan þegar stanslaus áróður lemur á konum og körlum um að þau líti ekki nógu vel út.  Sérstaklega verða konur fyrir þessari brengluðu útlitsáráttu.  Það er varla hægt að horfa á sjónvarp eða kíkja í blað án þess að við konu blasi auglýsing um útlit.  Hvernig hún gæti ilmað betur, verið fallegri á litinn, fengið fallegra hár, fallegri húð eða verið grennri.  Með þessum auglýsingum eru gjarnan myndir sem búið er að breyta.

Þetta er lífshættulegur áróður sem ekki linnir. Jafnvel þó flestir viti innst inni að það skiptir minnstu máli fyrir lífshamingjuna hvort þú er ljósbrún eða hvít á litinn, hvort þú notar rándýrt krem sem á að losa þig við hrukkur eða hvort þú tekur af þér nokkur aukakíló. 

Fegurðin mælist ekki í fituprósentu sögðum við í Óbeislaðri Fegurð það eru orð að sönnu.  Vonandi verða þessar myndir til að vekja einhverja til umhugsunar, sérstaklega þau sem stýra fyrirsætubransanum.  

Einu tók ég þó eftir í fréttunum í gær, en þar sagði ljósmyndarinn að  þessi kona þætti líta vel út í fötum.  Þetta er auðvitað merki um að tískuhönnuðir eiga langt i land og eru í raun ekki að hanna föt á fólk, þau eru að hanna föt eða á ég að segja listaverk á einhverja afskræmingu af manneskju sem ekki er til í raunveruleikanum.  Og til að sýna afraksturinn er nokkrum fyrirsætum fórnað.


mbl.is Auglýsing vekur óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að einmitt þessi hugsun hafi fyrst og fremst gert það að verkjum hve mikla athygli Óbeisluð fegurð vakti á sínum tíma.  Og það var sannarlega gott og þarft málefni. Hlakka til að sjá heimildarmyndina.   Hún er hinn endinn á þessari spýtu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er merkilegt, en ég tel mig ekki hafa puntað mig í gegnum árin
mörgu fyrir neinn annan en mig, en ég viðurkenni það fúslega,
þegar ég var að vinna í Flugstöðinni mátti maður ekki líta illa út
maður þurfti að vera málaður, greiddur og fín fágaður alla tíð,
það var meira að segja svo slæmt að þú fórst ekki út á
frídögunum nema tipp-topp,
en eitt skal tekið fram að ég hef aldrei verið grönn,
fékk nú samt vinnuna.
Eitt skal tekið fram að ég var alltaf eins og spöng
þar til ég fór að eignast börn og sé ég ekki eftir því,
en hvað gerist eiginlega????????????
Lýtaaðgerð, ein kona spyr mig oft af hverju ég
fari ekki og láti nú taka hrukkurnar í kringum augun,
Jerímías hvað er nú að þeim, er nú að verða 65.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi að segja þér Matthildur hvað þú ert flott svona ljós,
Þú ert reyndar alltaf flott.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2007 kl. 17:20

4 identicon

Ég hélt þú vissir það að tískuhönnuðirnir vilja að fyrirsæturnar líti út eins og tólf ára drengir ! Skil ekki af hverju þeir láta bara ekki drengina sýna fötin. Annars væri ég alveg til í fullt af aðgerðum, sílikon á rassinn og kálfana , nýtt andlit og lengingu og svo meira hár.

amma (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:37

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hmmm, þurfti að rýna í nýju myndina til að sjá hvort þetta væri þú eða Gummi.  Fæ svo heimþrá við að sjá fjallið.....  Kem í kaffi á Langa Manga þegar ég kem vestur næst.  

Sigríður Jósefsdóttir, 26.9.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband