Frábær Forleikur á Ísafirði

Í gærkvöldi skruppum við mæðgur í leikhús á Ísafirði.  Við sáum fjóra einleiki hvern öðrum betri.

Fyrst steig á svið Marsibil Kristjánsdóttir í Örvæntingu, hún var konan sem heldur að allt gangi betur ef þú lítur betur út.  Konan sem var á leið í lýtaaðgerð til að lappa upp á hjónabandið.  Henni Marsibil tókst að pirra mig með því að vera svona djöfull grunnhyggin eitthvað..........ég gleymdi augnablik að þetta var bara í plati.  Hún stóð sig vel og ég held að Kómedíukarlinn hennar ætti að fá hana í fleiri hlutverk í framtíðinni.

Næstur á svið var Sveinbjörn Hjálmarsson sem dauður.  Hann var ótrúlega skemmtilegur sem þessi leiðinlegi, montni og yfirborðskenndi gaur.   Það er greinilegt að ekki verða allir að góðir við það eitt að deyja.  Einleikurinn sem hét því skemmtilega nafni það kostar ekkert að tala í GSM hjá Guði, var háðsádeila af bestu sort og Sveinbjörn var mjög sannfærandi, svo skemmtilega vitlaus að salurinn var í stanslausu hláturskasti.

Þó fólk hafi almennt verið að drepast úr hlátri yfir þeim dauða var það ekkert á við hvað hún Marta Sif Ólafsdóttir lét okkur hlæja í Munum og minjum.  Hún átti salinn og fór hreinlega á kostum sem smáskrítin eldri kona.  Kona sem hafði safnað öllum hagkaupsbæklingunum og látið binda þá inn í geitaskinn. Hún gaf okkur eftirminnilega innsýn í sinn undarlega þankagang.  Ég mun seint gleyma aðförum þessarar konu við hljóðnemann, þrefalt húrra fyrir því. 

Að lokum fengum við að kynnast hugarheimi runksalans í Súsan baðar sig.  Þar varð Árni Ingason að  óþolandi karlrembu sem rak strípistað og átti í balsi með vanþakklátar dansmeyjar sem kunnu ekki að meta góðmennsku hans. Hann  skilað þessu hlutverki vel og fékk góð viðbrögð úr salnum enda teygði leikurinn sig langt út í sal. 

Þetta var frábær skemmtun og sannar enn einu sinni hversu heppin við erum að eiga fólk eins og hann Elvar Loga í Kómedíuleikhúsinu.  Þessa einleiki verður hægt að sjá á Flateyri og í Bolungarvík í kvöld og á morgun auk þess sem þeir verða á einleikjahátíðinni Act alone 2. til 6. júlí í sumar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vestfirðir eru klárlega að taka vinninginn sem menningarsvæði landsins.

Ég er alltaf að missa af stöffi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 15:40

2 identicon

Alveg er ég þér 110% sammála kæra Matthildur Ágústa! Þau fóru öll á kostum og jú, við erum fjandi heppin að hafa hann Elfar Loga í Kómedíunni!

Svo vil ég mæla með Pétri og Einari í Einarshúsi, Sá leikur er hreint og beint magnaður og fer Elfar á kostum sem 4-5 persónur á fleygiferð um allan sal.

Gústi (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Gló Magnaða

Við högum okkur víst eins og við séum 7 - 10 þúsund manna samfélag.

En grínlaust, það er ekki möguleiki að láta sér leiðast hérna.

Gló Magnaða, 6.6.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband