Ólofaðar konur mótmæla á Ísafirði

Mikill kurr er í röðum ólofaðra kvenna á Ísafirði og í nágrennis og hafa samtök þeirra sent frá sér harðorða ályktun í kjölfar yfirlýsingar verktakafyrirtækisins Ósafls.  En eins og kunnugt er gáfu forsvarsmenn Ósafls út þá tilkynningu á dögunum að einkum ætti að notast við heimamenn í vinnu við Óshlíðargöng. 

Í tilkynningunni kemur fram að Hagsmunasamtök ólofaðra kvenna á Ísafirði og nágrennis lýsir miklum vonbrigðum og stórum áhyggjum af þeirri ákvörðun Ósafls að ráða einungis heimamenn í þessi störf. Félagskonur skora á ráðherra félagsmála og bæjarstjórnir á svæðinu og skerast í leikinn til að koma í veg fyrir atgerfisflótta kvenna af svæðinu. 

"Þrátt fyrir mikla þenslu í íslenska efnahagskerfinu undanfarin ár, með tilheyrandi innflutningi karlmanna í hin ýmsu störf, hefur einungis lítill hluti skilað sér á okkar svæði.  Félagkonur hafa því ítrekað þurft að leita út fyrir svæðið með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Við horfðum fram á bjarta tíma með tilkomu jarðgangnagerðar á svæðinu en nú eru blikur á lofti" sagði  félagskona, sem vill ekki láta nafns síns getið, á fundi félagsins á laugardagkvöldið.  Önnur benti á að "þó ólofaðir Vestfirðingar væru mikil karlmenni og ágætir til síns brúks, þá væru þær einfaldlega orðan leiðar á litlu úrvali".

Erlendir verkamenn

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já góðar þarna fyrir vestan.

Væri ekki gott hjá konunum að fara sjálfar í þessi störf og sína að við konur gefum ekkert eftir í jafnréttisbaráttunni,

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.6.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 16:05

3 identicon

sæl matthildur

það eru að jafnaði yfir fjörutíu nýjir þjóðverjar í hverri viku hérna á Flateyri

kv sig haf 

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo blessaðar konurnar eiga semsagt ekki að fá að njóta góðs af þessum svokölluðu "mótvægisaðgerðum!"

Árni Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er auðvitað háalvarlegt mál. 

Hitt gæti þó verið að Ósafl hafi einfaldlega litið yfir hóp ólofaðrar kvenna á Ísafirði og dregið þá ályktun að það yrði of erfitt að fá aðkomumenn til að staldra við á vinnusvæðinu, og því væri það ódýrara til lengri tíma litið að ræða heimamenn til starfa.

En þetta er vissulega ósanngirni.  Auðvitað eiga ólofaðar konur á Ísafirði sjálfsagðan rétt á því að starfsmannastjóri verkefnisins komi úr þeirra röðum, eða í það minnst að fulltrúar þeirra fari yfir umsóknir.

G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 23:32

6 identicon

vó... er þetta djók?  stundum skammast ég mín fyrir að vera kona.

tóta (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:31

7 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

heyr heyr

Sigrún Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er grafalvarlegt mál og ég skil vel áhyggjur kvennanna.  Að vísu eru mun fleiri karlmenn en konur á Vestfjörðum en eins og flestir vita fer ekki saman magn og gæði í (eigin)mannvali þar vestra. Þess vegna er þetta skandall!

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þú ættir ekkert að skammast þín fyrir að vera kona Tóta, sumt sem þú lest á alnetinu er ósatt

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 10.6.2008 kl. 13:17

10 identicon

Hahahaha.... Ég er líka kona!! óþarfi að skammast sín fyrir það :o) alveg löngu tímabært að stofna þessi hagsmunasamtök!  nú sérstaklega þar sem himin hátt bensínverðið gerir manni það lífsins ómögulegt að leita út fyrir fjörðinn ;o)

Berghildur Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:30

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mér finnst alveg nóg að hafa gröfumanninn Einar. Hann er fallegur og góður og það sem best er, innan minnar fjölskyldu. Það telst kostur. Amk. hér í Bolungarvík.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.6.2008 kl. 16:49

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað sem öðru líður þá er þetta með fyndnari færslum sem ég hef séð.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2008 kl. 11:17

13 identicon

Eru þeir ekkert að ráða konur þarna í þessum göngum? Eða erum við ekki nógu kúl?

Brynja Huld (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:29

14 Smámynd: Einar Halldórsson

Ja ljótt er að heyra mín kæra Matthildur. Maður hélt nú að ykkar heimsfræga fegurðarsamkeppni myndi laða hingað karmenn úr öllum heimshornum.  Það hefur sem sagt brugðist. Svo þið eruð þá tilneyddar að notast við karla úr nágrenninu, allt er jú hey í harðindum. Ef þeir eru ekki lengur tilkippilegir væri kannski ráð hjá þér sem bareiganda að lækka verðið á víninu sem þú selur okkur.

Einar Halldórsson, 13.6.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband