23.3.2009 | 16:22
Hverjir vissu af þessu minnisblaði Seðlabanka og hvað gerðu þau?
Þetta þykja mér merkilegar fréttir. Það sem vekur áhuga minn, er það sem ekki kemur fram í fréttinni. Hvar var þetta minnisblað lagt fram? Hverjir vissu af því. Menn og konur hafa keppst við að koma því á framfæri að þau hafi ýmist ekki vitað af því hve mikil hætta var á ferðum eða að þau hafi varað við hættunni. Nú svo má líka velta vöngum yfir því af hverju þessar upplýsingar voru ekki löngu komnar fram.
Ef ríkisstjórnin vissi af þessu minnisblaði Seðlabanka og aðhafðist ekkert þá er það alvarlegt mál, forkastanleg vinnubrögð og hirðuleysi af verstu sort. Það er heldur ekki óeðlilegt að við krefjumst þess að vita hverjir fengu að sjá þetta minnisblað og hvort það fólk átti hlutabréf sem það seldi fyrir hrun.
Það er von mín að við getum lært af þessu hruni og til þess að svo verði þarf allt að koma upp á yfirborðið. Nú reynir á fjölmiðla og kjósendur að temja sér gagnrýna hugsun og spyrja þangað til við fáum svör.
Stefndu fjármálalífinu í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað gerði Seðlabankinn? - sem svona ljóslega gerði sér loks grein fyrir hvert einkavæðing Sjálfstæðisflokksins var að fara með okkur. Seðlabankinn var sú stofnun sem átti að tryggja fjármálastöðugleika og hafði öflug vopn til að hafa áhrif á bankana, auk þess að vita loks hvert stefndi, og það ekki fyrr en útlendingar nudduðu því framan í þá.
- Það er samt eftir þetta sem Icesave er opnað í Hollandi - líklega sem öryggisráðstöfun til að tryggja innlán frá fleiri svæðum en bara frá Bretlandi - mögulega að áeggjan Seðlabankans og DO vegna þessa febrúarfundar í London og viðvörunarorða útlendinganna um óstöðugleika ICESAVE.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2009 kl. 22:28
Helgi Jóhann Hauksson spyr Hvað gerði Seðlabankinn? Er ekki nær að spyrja hvað gerði ríkisstjórnin. Það virðist vera alveg nákvæmlega sama hvað Davíð Oddsson gerir það er öllu snúið á hvolf . Nú væri lag fyrir fréttamenn að spyrja þá sem sitja að völdum á Íslandi: Hvað gerðuð þið þegar þið fenguð þetta minnisblað frá Seðlabankanum. Hvað gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokssins? og ekki síður hvað gerðu ráðherrar Samfylkingarnar sem sitja enna að kjötkötlunum.
Gunnar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:37
Seðlabankinn fer með vopn og tól íslenskra stjórnvalda til að viðhalda fjármálastöðugleika og var falið nánast alræðisvald til ákvarðanna um notkun þeirra með lögum sem Davíð sjálfur setti. - Þess vegna vildi Seðlabankinn skilgreina þetta sem innhús-vinnuplagg fyrir Seðlabankann einan og synjaði RÚV um aðgang að því á þeim forsendum, - nánast eins og öðrum stjórnvöldum hefði ekki komið við efni þess Þar eru heldur engar konkret upplýsingar um neitt, í engu nefndir hverjir Seðlabankamennirnir voru sem sátu fundinn og í engu er minnst á við hvaða bankamenn í London var rætt og engar naglastar upplýsingar um eitt eða neitt koma þarna fram, - ekki er vísað til neinna gagna, talna eða efnislegra staðreynda, - og þetta var ekki afhent forsætisráðherra heldur lesið upp fyrir Geir, Árna og Ingibjörgu.
Helgi Jóhann Hauksson, 24.3.2009 kl. 14:56
Minnisblaðið kom fram í feb 2007, enn ársskýrsla Seðlabankans kom fram í mai 2007,og í henni var allt í góðum málum, venjuleg manneskja skilur ekki svona rugl, eða gerðu þessir menn ráð fyrir að við deletum og endurræsum heilan á 3-4 mánaða fresti ????
Sigurveig Eysteins, 25.3.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.