Alþjóðegir þankar um morðingja og olíuhreinsunarstöð

Tvö mál hafa verið mér ofarlega í huga undanfarið.  Hugsanleg bygging olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum og dvöl erlendra glæpamanna á Íslandi.  Í fljótu bragði eiga þessi mál ekki mikið sameiginlegt, en ef betur er að gáð tengist umræðan.  Ég hef komist að því að afstaða mín í þessum málum er að hluta til byggð á eiginhagsmunum og skorti á alþjóðlegum þankagangi.

Nú hef ég ekki gert endanlega upp hug minn varðandi þessa hugsanlegu olíuhreinsunarstöð en viðurkenni fúslega að mér líst ekkert allt of vel á hugmyndina.  Ég hef áhyggjur af einhæfu atvinnulífi hér vestra og mengun, fyrir utan að ég vil vita meira um hver, hvar og hvernig.  Hvað varðar dvöl erlendra glæpamanna hér á landi, hallast ég að því að við ættum að halda þeim frá með öllum ráðum. Íslensk lögregla er víst ekki nægilega vond við þessa útlensku glæpamenn, og það ku laða að þá hingað. Pólska lögreglan er sögð hafa boðið íslenskum starfsbræðrum sínum í starfskynningu, til að kenna þeim að vera góðir í því að vera slæmir við vonda glæpamenn.  Ég er orðin alveg ringluð í þessari umræðu, ég hélt allaf að það væri gott þegar löggan er sanngjörn og kemur fram við fólk af virðingu.

Stundum heyri ég, þá sem fyrir alla muni vilja olíuhreinsunarstöð, segja að olíuna verði að hreinsa einhverstaðar og það sé betra að hreinsa hana hér á Vestfjörðum en í vanþróaðri löndum. Íslensk stjórnvöld munu frekar passa upp á að farið sé eftir ýtrustu reglum og að við eigum ekki að hugsa bara um okkar hag og neita að nota okkar hreina land undir svona iðnað.  Það sé augljóslega alþjóðlega hagkvæmt að hreinsa olíu með hreinni orku, í landi sem fer eftir reglum. 

Ef við snúum okkur aftur að umræðunni um þessa glæpamenn sem koma hingað til lands, einkum vegna þess að við erum svo góð við þá.  Má þá ekki hugsa sér að við ættum ekki að vera svona miklir eiginhagsmunaseggir að neita að taka við þeim.  Einhverstaðar verða vondir að vera.  Ef við gefum okkur að það sé alþjólegur vilji og hagur í því að glæpamenn láti af hegðun sinni, og verði að löghlýðnum borgurum, er ekki líklegra að þeir betrist hjá okkur en í þeim löndum sem komið er illa fram við þá. 

Það er ekki einfalt að temja sér alþjóðlegan hugsun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alveg ferlegt að heyra í Gosanum,honum Pétri Blöndal þingmanni í Sjónvarpinu.Pétur sagði að það kæmi jafnmikil mengun út í andrúmsloftið frá þessari olíuhreinsistöð hvar sem hún væri í heiminum,og þessvegna væri það eins gott að hún gæti þá verið fyrir vestan.Segi nú bara heyr á endemi.Þá kemur að viðtalinu við þennan dularfulla Ólaf Egilsson sem sagður er hafa verið Sendiherra Íslands í Moskvu:Ég bara spyr í hvaða braski hefur þessi dularfulli maður Ólafur Egilsson verið þarna úti í Moskvu,sagt var í Kompásþættinum í gær að Ólafur ,þessi hafi verið að vinna í þessum málum undanfarin tíu ár::?::.Og hann sé áður búin að koma fram með þessar hugmyndir um olíusullið,fyrir vestan.Hjá hverjum hefur hann Ólafur verið að vinna hjá.?Skyldi hann vera að vinna hjá Rússneskum Olígörkum,mér sýnist það,nóg var að horfa í augu hans og sjá óheiðarleikann.Svo klikkir hann út með því að hann megi ekki segja hvaða aðilar standi á bak við þessi hermdarverk á landi voru.   Svo að þessum atvinnustórglæpamönnum sem hér eru farnir að hreiðra um sig undir verndarvæng foráttuheimskrar Ríkisstjórnar,þá vil ég segja þetta :Hreinsum til,,látum þessa ríkisstjórn fá að finna fyrir vilja landsmanna í næstu kosningum,en þar þarf einnig að hreinsa til..Amen efti því.

jensen (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er ekki einfalt, eins og þú segir. Ég hef ekki heldur kynnt mér kosti og galla olíuhreinsistöðvar, hef verið upptekin í kjaramálum okkar hjúkrunarfræðinga, sem mér finnst meiriháttar mikilvægt málefni þessa stundina (án þess að gera lítið úr öðrum).

Hvað varðar hitt málefnið sem þú tekur fyrir, þá finnst mér afdráttarlaust, að Ísland eigi að losa sig við erlenda sakamenn. Ég meina, hvað eigum við að gera við þá? Halda þeim uppi í íslenskum fangelsum? Eða styðja þá í atvinnu? Verðlauna þá með heilbrigðiskerfi okkar? Mér finnst við hafa alveg nóg að gera við okkar skattpeninga, þótt við séum ekki að taka upp á okkar arma erlendan glæpalýð... það er mín afdráttarlausa skoðun!!!

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 04:54

3 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Sammála, losum okkur við erlenda glæpamenn, skoðum betur sakavottorð þegar fólk sækir um landvist. En vöndum okkur í umfjöllun um erlenda borgara á Íslandi, ég held að umræðan um pólska glæpamenn undanfarið sé ömurleg fyrir alla þá ágætu, löghlýðnu pólverja sem búa hér og starfa og eru í sumum tilfellum allir settir undir sama hatt. Þetta fólk á börn í skólum landsins og margir eru frábærir borgarar sem auðga samfélagið, en börn læra það sem fyrir þeim er haft og ef við tölum illa um fólk heima við eldhúsborðið þá smitar það m.a. út í skólastofur og bitnar á þeim er síst skyldi, börnum sem eru mjög viðkvæm fyrir, eru kannski bara rétt að komast inn í samfélagið, læra málið og eignast vini. Þau geta illa varið sig og það er okkar skylda að hjálpa þeim að aðlagast og bjóða þau velkomin annars getum við ekki ætlast til þess að þau plumi sig vel hér á landi.

Olíuhreinsistöð? Tja, já er hann ekki pínulítið dúbíus þessi Ólafur, af hverju í ósköpunum má engin vita hver stendur á bak við herlegheitin?

Herdís Alberta Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er komin á þá skoðun að ég vil alls ekki fá olíuhreinsunarstöð hér á landi.  Ég hef séð eina í Vín, það er hræðileg sjónmengun af henni, og nýlega settu austurríkismenn upp girðingar með fram veginum þar sem hún er, og viti menn olíupestin er að drepa mann þegar maður ekur þar framhjá, mengun sem fór örugglega beint upp í loftið áður.

Hvað varðar pólska glæpamenn, og aðra erlenda mafíosa sem hingað sækja, auðvitað á að láta fólk sýna bæði sakarvottorð og heilbrigðisvottorð við komuna til landsins.  Það er bara gott fyrir þá sem hingað koma saklausir og hafa ekkert að fela.  Ég er með nokkra pólverja og portúgala í vinnu, þeir eru yndælir, kurteisir og gera ekki flugu mein.  Þeim hefði ekkert líkað illa að fá það staðfest af íslenskum ráðamönnum að þeir væru með hreint sakarvottorð.

Þess vegna er þessu þöggunarumræða öll röng.  Það er ekki verið að niðurlægja þjóðirnar sem slíkar, einungis verið að reyna að greina sauðina frá höfrunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Ég var allt ekki að tala um að þagga niður umræðuna heldur eyða líka púðri í hið jákvæða, ég hef upplifað umræðu síðustu vikna um Pólverja sem neikvæða og hef heyrt ung börn í skóla minna barna tala mjög niðrandi um helv.... og orðfærið hefur verið þannig að mér finnst það hljóti að vera lært af fullorðnu fólki og yfirfært á samnemendur. Því miður greina ekki allir sauðina frá höfrunum. En ekki má heldur líta fram hjá því að margt gott hefur líka heyrst í fjölmiðlum um erlent fólk hér á landi og er það vel. Ég er á þeirri skoðun að við eigum að vera umburðarlynd og víðsýn án þess að láta traðka á okkur. Og ég þarf allavega stundum að vanda mig til þess að ná því.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Gló Magnaða

Helvítis útlendingar.........

Gló Magnaða, 17.4.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mengandi iðnaður sem mengar allstaðar jafn mikið má endilega vera einhver staðar annars staðar mín vegna. Fyrir alla muni þá á bara að hola svoleiðis niður á staði sem eru grútmengaðir fyrir.

Hvað glæpamennina varðar þá á að senda menn úr landi með það sama ef þeir gerast sekir um alvarlegan glæp. Ég eftilræt öðrum að pússa til skilgreininguna en morð og nauðgun eru amk öruggir glæpir þar á lista. Sama gildir með að halda mönnum úti sem gerst hafa sekir um slíkt í öðrum löndum.

Ársæll Níelsson, 17.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband