Hvað viljið þið bloggarar?

Hópur bloggara hefur tekið sig saman og langar að bjarga okkur Vestfirðingum.  Í fljótu bragði gæti fólk haldið að við værum í hættu, jafnvel bráðri hættu.  Þetta er nú svona og svona.  Ég á sjálfsagt ekkert með að gera grín að þessu og skal viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér allt sem frá þessum hóp er komið.  Ég las aftur á móti frétt á bb.is þar sem haft er eftir  Jakobi Kristinssyni,sárreiðum að því er virðist, að við höfum ekki áhuga á að leggja þessum samtökum bloggara um að bjarga Vestfjörðum lið. Hann vænir okkur um að hafa meiri áhuga á olíuhreinsunarstöð.  Svei.

Ég veit ekki annað en að við Vestfirðingar séum upp til hópa hið duglegasta fólk sem gerir það sem þarf til að bjarga okkur.  Stundum gæti fólk þó haldið að allt sé að fara hér til andskotans.  Þó okkur hafi fækkað og blikur séu á lofti þykir fæstum okkar ástæða til að leggjast flöt og bíða eftir björgunarsveitinni.  Okkur finnst líklega flestum að við eigum rétt á öruggu rafmagni, öruggum samgöngum í lofti, á þjóðvegum og á internetinu.  Þetta vilja allir landsmenn og þetta er hluti af þeim grunni sem við byggjum okkar atvinnulíf á.  Ef grunngerðin er í lagi verður allt annað í lagi. 

Ég frábið mér björgunarleiðangra brottfluttra, ég vil ekki láta bjarga mér ég vil að rétt sé gefið svo ég geti bjargað mér sjálf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Heyr heyr...

Hjördís Þráinsdóttir, 22.4.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ditto, þ.e. heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 17:37

3 identicon

Sammála

Bessa (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

vel mælt - ég lýsi mig sammála

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:28

5 identicon

Það er nefnilega málið, hér talar sko Mýrhreppingur

Halla Signý (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: braveheart

Já svona er þetta þegar skrattinn hittir ömmu sína.  Þetta er nú bara aðferðarfræði feminista sem þú virðist lýsa hér.  Að fara um í hópum og ætla að bjarga hinum og þessum.  Sóley tómasdóttir ætlar að bjarga heiminum ef marka má blogg hennar.  Meiri vitleysan segi ég bara.

braveheart, 22.4.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú ekki brottflutt Matthildur mín, og ætla ekki að fara fyrr en allir hinir hafa gefist upp þá verð það ég sem slekk ljósin.

Málið er að það hefur verið unnin mörg hryðjuverk á Vestfirðingum gegnum tíðina.  Til dæmis, þá liggur til dæmis þjóðvegur númer eitt, framhjá Vestfjörðum ? Af hverju var það ? Jú við vorum ekki talin með.  Þegar loðnan brást fyrir austan, þá var Halldór nokkur Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, þá var hluti af fiskveiðiheimildum okkar fluttir austur, af hverju skyldi það vera.  Jú hann var að hygla sínu kjördæmi á okkar kostnað. 

Svo var höfnin ekki lengur uppskipunarhöfn, það þýtti hækkun á flutningi, því það varð að umskipa öllu í Reykjavík.  Þetta gilti nú um allt landið.  Flugvöllurinn var allt í einu þannig að ekki má lenda á honum erlendum flugvélum.  Göngin fengum við, en það var af því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Davíð í fararbroddi gátu ekki hætt við þau, vegna þess að Steingrímur J. hafði búið svo um hnútana að það var ekki hægt.  En mér er sagt að verktakinn hafi boðist til að tvöfalda öll gönginn, ef ríkið tæki þátt í því.  Nei því var hafnað, svo nú eru göngin Súgandafjarðarmeginn stórhættuleg.  Vegakerfið okkar er til háborinnar skammar, við erum enn að basla bæði við Óshlíðina og Súðavíkurveginn, leiðin til Patreksfjarðar er ennþá einungis opinn yfir sumartímann.  Hið arfavitlausa kvótakerfi er enn við lýði, þó það sé verið að murka lífið úr sjávarbyggðunum. 

Og ég er ekki að tala um allan kvótan sem gráðugir útgerðarmenn hafa vélað í burtu.  

Það er svo ótal margt sem er að, og svo ótalmargt sem við gætum gert betur, ef við værum ekki bundin á höndum og fótum af lögum og reglum, sem sum hver stagast á við alþjóðalög, að við getum ekki bjargað okkur.

Sem betur fer eru Vestfirðingar hraustir og duglegir að bjarga sér, annars værum við ekki til í dag.  En það má of mikið af öllu gera.  Ég er því alveg á því að kanna í alvöfu hvort við erum ekki betur komin sem sérstakt samfélga með öllu því sem okkur tilheyrir, þar með talið strandlengjan og fiskimiðin. 

En málið er að Vestfirðingar geta ekki staðið saman um neitt, þar er hver og einn kóngur.  Það er ef til vill þess vegna sem við erum í tilvistarkreppu eins og er.  Vonandi náum við vopnum okkar.  En svo sannarlega er ríkisvaldið ekki að hjálpa til.  Ég hafði væntingar til Samfylkingarinnar, en þær væntingar hafa dofnað mikið.  Því mér sýnist að þau ætli að standa alveg að hlutunum eins og Framsóknarflokkurinn á sínum tíma, þ.e. að hlaupa upp til handa og fóta við öllu sem Sjálfstæðisflokkurinn vill gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:18

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ásthildur mín, ég held að pabbi minn hafi ætlað að slökkva ljósin þegar hann færi, þið gerið það þá í sameiningu frændsystkinin.  Hvað umræðu um olíuhreinsistöð varðar, þá vil ég (þó ég sé brottflutt) fá að hafa skoðanir á því.  Mér finnst það ekki einkamál Vestfirðinga (óbrottfluttra).  Ég vil fá að hafa Arnarfjörðinn og/eða Dýrafjörðinn í friði fyrir eitthverju eiturspúandi flykki.  Bendi á blogg Láru Hönnu í því samhengi (www.larahanna.blog.is).  Ekki hefur fjölgunin fyrir austan verið svo mikil þrátt fyrir álver, samtals 37 manns, og þá er Fljótsdalshérað (þar með Egilsstaðir) talið með.  Ég vil líka betri samgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða.  Tel það vera grundvallaratriði til fjölbreyttara atvinnulífs.  Bestu kveðjur vestur,  

Sigríður Jósefsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:23

9 Smámynd: Gló Magnaða

Það er gott og gilt og aðdáunarvert að berjast fyrir málstað sem maður hefur trú á. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki komin mjög langt með að kynna mér þessi bloggarasamtök en þessi skrif Jakobs finnst mér vera uppgjöf og samtökin bara búin að vera til í ca. mánuð.

Þolinmæði er dyggð.

Gló Magnaða, 23.4.2008 kl. 14:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er langtímabarátta, ég hef verið að ræða þetta í yfir 30 ár.  Eða frá þeim tíma þegar allt var í blóma hér, og allur aur sem var unnið fyrir hér fyrir vestan var sendur suður í eyðsluna og bruðlið þar.  Þá hefðum við betur gert kröfu um sjálfstæði.  Hér voru hæstu meðaltekjur yfir allt landið, hér voru sterkustu sjávarútvegsfyrirtækin og hér varð til mikill gjaldeyrisforði, sem var allur tekinn og notaður fyrir sunnan, eða úr hverju halda meinn að byggðar hafi verið Smáralindir og Kringlur ? allskonar húsnæði og hallir þar.  Við hefðum betur gert kröfu um heimastjórn þá.  En fyrst við gerðum það ekki þá, finnst mér komin tími á að láta á það reyna núna, þegar við höfum verið fjötruð svo niður af misvirtum stjórnmálamönnum, að það hálfa væri nóg; ÞAÐ ER ALLT MIÐAÐ VIÐ EVRÓPUSTAÐLA, ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ HAFA STJÓRN Á OKKUR OG NJÖRVA OKKUR NIÐUR, en þegar þetta sama yfirvald kemur og segir stjórnvöldum að þau brjóti lögin gagnvart almenningi, ÞÁ ER EKKI HLUSTAÐ, EÐA SVARAÐ EÐA ÉG VEIT EKKI HVAÐ.  Hversu lengi ætla menn eiginlega að kyssa á vöndinn og láta taka sig ósmurt í rassgatið ? ég bara spyr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:29

11 identicon

Það hefur nú lengi verið vitað að hér fyrir sunnan vinnum við ekkert nema ógagn og keppumst um að selja hvert öðru og heiðarlegu fólki utan af landi líka einhvern bévítans óþarfa. Brottflutt að vestan mín og hef ekki nokkurn áhuga á að bjarga einum eða neinum nema helst sjálfri mér, sé ekki að það segi neitt um innvolsið í mér eða öðrum hvar á landinu hver og einn kýs að búa.  En ég skora á alla þá sem vilja telja sig matshæfa um það hvort rétt sé að leggja Vestfirði (allra landsmanna) og fiskimið (allra landsmanna) undir olíuhreinsistöð til þess helst að tryggja sveitarstjórnarmönnum vestra endurkjör í næstu kosningum að horfa á Kompás þáttinn frá 16. apríl. Sjá hér: http://www.larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/509484/   Takið sérstaklega eftir hinu óborganlega kaffibollakommenti Ragnars sveitarstjóra í Vesturbyggð. Dýr bollinn sá, ef hann mun ráða úrslitum um traustverðugheitin Rússanna. Matta, manstu þegar við fengum vodkastaup með kótilettunum hjá þessum sama sendiherra Rússlands við Túngötuna um árið?!   

Vilborg D. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:24

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já Vilborg þetta matarboð í sendiráðinu rifjaðist líka upp fyrir mér þegar ég sá viðtalið við Ragnar  

Ef rétt væri gefið og við hefðum nútímalegri samgöngur sem við eigum fullan rétt á þó ekki væri nema til að geta fengist við ógagn líkt og þið þarna fyrir sunnan.  Fyrir mitt leyti geta Reykvíkingar fengið Vatnsmýri allra landsmanna út af fyrir sig ef við fáum nútímalegri samgöngum

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 24.4.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband